þriðjudagur, apríl 11, 2006

Kórstjórn

Ég er í kórstjórnartímum í Tónskóla þjóðkirkjunnar, hjá Hákoni Tuma Leifssyni.

Mikið rosalega er gaman!
Það segja það allir sem eru í þessum tímum.
Ekki bara það að syngja alls konar músík, heldur er allt fólkið svo skemmtilegt!

Svo lærir maður doltið mikið!

Mér finnst reyndar ég ekki kunna mikið, alla vega á ég himinn og haf eftir, til að verða góður kórstjóri!

Það er þó huggun harmi gegn að maður tapar þó engu.
Ekki þar fyrir að það hefði ekki verið úr háum söðli að detta fyrir mig :-/

Ég er að fara í tíma í fyrramálið og hlakka til!
Kannski fæ ég að stjórna?

Kannski!

Meira seinna :-)

Engin ummæli: