fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar...

Kæru vinir!

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Er ekki lífið dásamlegt!

Ég er svo lánsöm að ég fæ allt upp í hendurnar sem ég þarfnast! Ég á yndislegan mann, dásamlega fjölskyldu, fjölda skemmtilegra, tryggra og góðra vina og mýgrút af góðum kunningjum.
Og svo er það allt þetta frábæra fólk sem ég umgengst og vinn með (margt þeirra er að finna í fyrrnefndum flokkum, reyndar).

Ég sver að ég meina þetta allt!

Læ, læ, læ!!!

Ég held reyndar að Pollíanna hafi verið skrifuð eftir mér :-)

Framundan er svo stórkostlegt sumar, með utanlandsferðum, sumarbústaðaveru og ferðum norður á Hofsós.

Það gæti ekki verið betra :-)

Ég óska ykkur öllum allrar þeirrar gæfu sem ég er aðnjótandi!!!

(Nú er ég viss um að þeir sem hingað til hafa nennt að lesa þessi skrif mín, missa allan áhuga á að lesa meira, þetta er svo VÆMIÐ!!!) (En það verður að hafa það :-/)

Meira seinna :-)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar kæra vinkona.
Iss, vertu bara eins væmin og þú getur. Þú getur bókað það að við sem þekkjum þig erum betri manneskjur fyrir vikið.
Hlakka til að sjá þig sem fyrst.
Sumarkveðja, Olla.

Syngibjörg sagði...

Sumarkveðja til væmnu alt söngkonunnar.
Haltu áfram að vera væmin, í gvööðanna bænum

Gigglito sagði...

Elsku Anna mín.
Gleðilegt sumarið sömuleiðis.
Þú ert ekkert væmin! Bara dásamleg!
Takk fyrir allt ávallt.
Kv.Gísli.

StrcPrstSkrzKrk. sagði...

tek undir með ofanrituðu. Manni verður bara hlýtt í hjartanu að lesa pistlana þína...

Hildigunnur sagði...

æi, þetta var ég en ekki maðurinn minn hér að ofan. Ekki það, hann tekur örugglega undir líka :-)