miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég hlakka til...

Ég er að fara í upptöku í fyrramálið á þættinum "Orð skulu standa" og hlakka ógeðslega mikið til, na-na-na-na-na-na!!!

Þannig vildi til að um daginn fórum við Ívar út að borða með Ollu og Didda á Rauða húsið á Eyrarbakka (Rauða húsið er ekkert rautt, bara hvítt).

Þar hittum við Hlín nokkra Agnarsdóttur og sem við spjölluðum aðeins saman og ég þakkaði henni fyrir þáttinn (Orð skulu standa), sem ég missi helst ekki af, þá spurði hún mig hvort ég hefði kannski áhuga á að koma í þáttinn.

Ég sagði náttúrulega; Já takk!

Ég er svo einföld að ég fatta ekki að vera feimin eða hrædd við að prófa hluti sem ég hef aldrei gert áður.

Þau eru orðin ófá skiptin sem ég hef bara stungið mér blindandi út í djúpu laugina.
Án þess að vera með kút eða kork!!!

En jafn oft, og reyndar miklu oftar, hef ég fundið að ég er ekki ein á ferð!
Það er alltaf passað uppá mig.

Þegar ég loksins þorði að sleppa taumunum og leggja allt í hendur æðri máttar, tók líf mitt beina stefnu upp á við!

Og að þora að segja það án þess að hafa áhyggjur af því að fólk héldi að nú væri ég frelsuð og búin að missa húmorinn.

Reyndar er ótrúlegt frelsi í því fólgið að sleppa tökunum.

Prófiði bara!!!

En svo verðið þið að hlusta á þáttinn, verst ég veit ekki enn hvenær hann verður sendur út, læt ykkur vita um leið og ég kemst að því!

Meira seinna :-)

mánudagur, mars 27, 2006

Þetta er allt að koma...

Ég er algjörlega ókunnug í blogg-heimum, enn sem komið er, en held ótrauð áfram!

Eins og ég minntist á í fyrsta blogginu þá var ég að syngja á tónleikum á laugardaginn og það var yndislega gaman! Allir stóðu sig með prýði og sumir komu þægilega á óvart. Hann Jón er nú doltill garlakarl!

Skrifa kannski meira á eftir, en nú er ég farin í leikfimi!

Ég segi allt gott, alltaf.....

Ég segi allt gott, alltaf.....
Hugsunin var sú að gaman væri að setja á blað vangaveltur mínar um lífið og tilveruna og rifja það svo upp seinna.

laugardagur, mars 25, 2006

Ég heiti Anna Sigga og ég er söngkona

Núna á eftir, kl. 14.30, mun ég syngja á tónleikum söngnema Jóns Þorsteinssonar söngkennara við Tónskóla Þjóðkirkjunnar sem verða haldnir í Neskirkju.
Ég ætla að syngja "Fac ut mortem" úr "Stabat Mater" e. Pergolesi og "He shall feed his flock" úr Messíasi e. Händel.
Hlakka til :-)
Meira seinna.