mánudagur, febrúar 12, 2007

Málin skýrast !

Þá er það afráðið að ég fer í aðgerð um mánaðarmótin apríl/maí, þó trúlega í byrjun maí.

Ég hefði trúlega getað farið mánuði fyrr en ég tými ekki að missa af páskunum, og þó sérstaklega föstudeginum langa, í kirkjunni.

Þetta gefur mér líka lengri tíma til að undirbúa mig.

Ég hef sem sagt lokið 5 vikna prógramminu á Reykjalundi og er að búa mig undir aðgerð.

Veran á Reykjalundi var æðisleg!

Ég vissi svo sem alltaf að allt það starf sem er unnið þar er ákaflega mikilvægt og gott, en eftir veruna þarna er ég staðráðin í að kaupa mér happdrættismiða í SÍBS og, að minnsta kosti, þannig styðja við þetta stórkostlega starf sem þarna er unnið.

Og svo ætla ég að fara þangað og syngja fyrir fólkið eins oft og við er komandi!

Og nú ætla ég að fara út að ganga flesta daga vikunnar!

Ef einhver vill koma með mér, þá er bara að hringja :-)

En nóg um það!

Um daginn var kona sem keyrði á nýja bílinn minn!

Sem betur fer var það ekki mikið, bara smá krumpa á brettinu og framljósið.

Ég er viss um að stálið í fína bílnum mínum er að minnsta kosti þverhandar þykkt!!!

Nú fer ég í það að láta laga þetta því auðvitað get ég ekki keyrt svona um bæinn.

Þetta er allt að skýrast.

Meira seinna :-)