sunnudagur, júní 11, 2006

Það er komið sumar

Mikið er gott að geta eytt sumrinu á Íslandi!

Ef ekki er mjög heitt, þá fer maður bara í utanyfirflík!

Ef er doltið heitt, þá fer maður úr peysunni og gengur um berhandleggjaður og jafnvel berfættur í skónum!

Það besta er að það verður aldrei svo heitt að maður þurfi að fara úr skinninu!

Og maður getur alveg sofið, fyrir hitanum!

Það verður aldrei svo heitt að maður haldi að maður muni deyja!

Og hér er allt troðfullt af fersku vatni sem maður getur drukkið, baðað sig í, vökvað garðinn, farið í sund og hangið í sturtu eins lengi og maður nennir!

Og þá er svo gaman að fara í ferðalög um landið, þetta ótrúlega fallega land (ennþá!).

Já það eru forréttindi að fá að eyða sumrinu á Íslandi!

Ég hlakka alla vega ógeðslega til sumarsins míns!

Meira seinna :-)