laugardagur, apríl 01, 2006

Lífið er nú doltið skemmtilegt...

Mér finnst ég alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt!

Núna áðan var ég til dæmis að syngja á tónleikum með honum frænda mínum, honum Hilmari Erni Agnarssyni, og kórnum hans; Kammerkór Suðurlands.
Þessir tónleikar voru haldnir í tilefni þess að kórinn var að gefa út disk með verkum eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en diskurinn ber nafnið "Til Máríu".

Ég er mikill aðdáandi Gunnars Reynis og hans tónlistar og hef sungið mikið eftir hann (m.a. heila tónleika!).

Ég söng tvö sóló á tónleikunum, Hrólfur Sæm tvö og Hallveig Rúnars tvö, (við syngjum öll sóló á diskinum) og Kári Þormar spilaði á píanó.

Mikið svakalega spilaði hann Kári vel á þessum tónleikum!
Þið vitið sjálfsagt að það er ekki endilega auðvelt að spila músikina hans Gunnars Reynis, en Kári gerði það svo sannarlega með glæsibrag!

Hugsið ykkur hvað ég er heppin í lífinu!
Að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast af öllu!
Tónlist!
Að fá að syngja!
Að fá að kynnast allri þessari dásamlegu tónlist!
Að fá að kynnast öllu þessu yndislega fólki sem dáir líka tónlist!
Að fá að læra eitthvað nýtt og (vonandi) þroskast á hverjum degi!

Er þetta orðið doltið væmið?

Mér er alveg sama, ég er doltið væmin týpa!

Mér finnst ég bara vera svo lánsöm í lífinu og er svo hamingjusöm að mig langar að deila því með öðrum, um leið og ég óska öllum þess sama!

Já, á meðan ég man, Orð skulu standa-þættinum mínum verður útvarpað laugardaginn 8. apríl, daginn fyrir Pálmasunnudag.

Ég verð örugglega of feimin til að hlusta sjálf :-/

Meira seinna.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Anna Sigga mín, ég var að kommenta á síðustu færsluna þína. Hef verið rétt á undan þessari færslu þinni. endilega lestu hana. Kv. Olla.

Nafnlaus sagði...

við vorum sko líka geðveikt góðar í dag kellingin ;) og Hrólfur og Símon og kórinn og og og.. bara frábærir tónleikar..

Hildigunnur sagði...

hlakka til að fá diskinn.

og hlusta á þáttinn, ójá :-D

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju bloggsíðuna þína Anna mín. Gaman að lesa.....
Klukkan hvað eru þessir þættir hennar Hlínar? Ég mun sko hlusta á ykkur á laugardaginn. Ég er alltaf líka að gera fullt af skemmtilegum hlutum - pældu í hvað við erum heppnar í þessu lífi. t.d. að þekkja hvor aðra og þannig....... En þegar maður er alltaf að gera sjálfur e-ð skemmtilegt eins og að spila hér og þar þá missir maður af öðru skemmtilegu eins og t.d. tónleikunum ykkar í gær. Ég vil fá DISK......
luvja !

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna Sigga. Ég rakst af tilviljun á bloggsíðuna þína! Hilmar Örn, frændi þinn, var afskaplega ánægður með tónleikana í Þjóðmenningarhúsinu. Ég er er leið yfir að hafa ekki geta verið með. En ánægð með að þeir skyldu ganga svona vel!
Sigga í Kammerkór Suðurlands

Syngibjörg sagði...

Maður missir nú ekki af þætti, allra síst ef þú ert í honum.
Hlakka til.

Nafnlaus sagði...

Ég er nú langheppnastur af öllum í dag - ég er nebblega að fara í mat til þín!!!! Hlakka hrikalega til að knúsast með þér og Þórunni.
Sjáumst eftir smá.
Gísli M.

Villi sagði...

Já, er lífið ekki bara soldið gott:)