Mikið er gott að geta eytt sumrinu á Íslandi!
Ef ekki er mjög heitt, þá fer maður bara í utanyfirflík!
Ef er doltið heitt, þá fer maður úr peysunni og gengur um berhandleggjaður og jafnvel berfættur í skónum!
Það besta er að það verður aldrei svo heitt að maður þurfi að fara úr skinninu!
Og maður getur alveg sofið, fyrir hitanum!
Það verður aldrei svo heitt að maður haldi að maður muni deyja!
Og hér er allt troðfullt af fersku vatni sem maður getur drukkið, baðað sig í, vökvað garðinn, farið í sund og hangið í sturtu eins lengi og maður nennir!
Og þá er svo gaman að fara í ferðalög um landið, þetta ótrúlega fallega land (ennþá!).
Já það eru forréttindi að fá að eyða sumrinu á Íslandi!
Ég hlakka alla vega ógeðslega til sumarsins míns!
Meira seinna :-)
sunnudagur, júní 11, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þú ert alltaf svo jákvæð, elsku Anna Sigga! Annars er ég sammála þessu með íslenska sumarið, maður á ekki að vera að þvælast til útlanda um hábjargræðistímann. Ég er strax farin að hlakka til að koma heim frá Ítalíu þótt ég hlakki auðvitað líka til að fara þangað á laugardaginn kemur.
Njóttu sumarsins, elskan mín.
Mikið var gott að þú bloggaðir kæra vinkona. Ég var nefninlega alveg að detta í smá þunglyndi yfir veðrinu. Rigning, rigning og aftur rigning. Ógeðslega fúlt, því ég er í sumarfríi.
En auðvitað styttir upp og sólin fer að skína....seinna, þegar ég er búin í sumarfríi.
Æji, ég skal hætta núna.
Kveðja, Olla.
Íslenska sumarkyrrðin: besta í heimi:O)
Gríðarlega vel mælt - og allt satt.
Til hamingju með bloggið.
Anna mín hvar ertu eiginlega?
Ertu alveg hætt að blogga?
Sakna þess!
kv.OÞ
Skrifa ummæli