Mikið er gaman að lifa!
Eftir að ég kom heim frá Ítalíu, hér um árið, og hafði hugsað doltið minn gang, tók ég þá ákvörðun að þaðan í frá ætlaði ég að vera hamingjusöm.
Ekki að gera neitt nema það sem ég hefði gaman af.
Og ef svo óheppilega vildi til að ég yrði að gera eitthvað sem ég hefði ekki gaman af, þá mundi ég bara reyna að gera það skemmtileg.
Þetta hefur ekki verið svo erfitt!
Hamingja er hugarástand.
Ég í hamingjuhugarástand!
Ekki skemmir að ég er líka svo ástfangin!
Og getið þið af hverjum???
Nú, honum Ívari, auðvitað!
Hann er laaaaaaang flottttttassstur!
Og ég er skotin í honum á hverjum degi.
Hann segist líka vera skotinn í mér :-)
Hvað vill maður meira?
Læf is bjútifúll!!!!!
Mér þykir líka vænt um ykkur öll!!!
Kveðja,
Anna Sigga ástsjúka!
Meira seinna.....
laugardagur, nóvember 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
mikið er þetta allt saman rétt og fallegt hjá þér Anna Sigga mín!! ég linkaði á þig á blogginu mínu, þessi sannleikur á erindi við eins marga og hægt er :D
Maður lærir bara jákvæðni að lesa þitt blogg elskan mín. Horfa björtum augum á allt!!
En hvað varstu að gera á Ítalíu? Hef alveg misst af því. Þér væri nær að skrifa oftar á bloggið þitt stelpa.
Luvja tú.
Kæra Pollý-Anna!
Þú ert styrkur margra í þessari tilveru. Og þú veist það kæra vinkona að maður fær gæskuna endurgolda. Ef ekki í þessu lífi, þá á himnum. Þú manst, öll prikin okkar þar. Hljótum að vera komin með í smákofa, þú ert ábyggilega komin með HÖLL.
Gleðilegt ár og þakka allar okkar frábæru stundir á liðnum árum. Kysstu Ívar frá mér og segðu honum að ég geti lánað honum góða púða undir hnén ef það eru verkir sem aftra honum frá því að skella sér á skeljarnar (hehehehe).
Nýársstuðkveðjur, Olla.
Skrifa ummæli