... eftir allt!
Þetta með bílinn, þ.e.
Sko, það þarf að skipta um loftdælu fyrir fjöðrunarbúnaðinn, skynjara í báðum framhjólum og oxigen-sensora, bæði að framan og aftan, og svo þarf að stilla vélina.
Ég fékk sjokk því hann Stefán viðgerðarmaður sagði að bara loftdælan mundi kosta a.m.k. 70 - 80 þús.
Eitt augnablik runnu á mig tvær grímur :-/
En svo hringdi ég náttúrulega beint í Sæma (hann seldi mér bílinn) og sagði honum allt af létta.
Og á meðan við vorum að tala saman í símanum fann hann svona loftdælu á Ebay á 55 dollara!
Og meira að segja tvær!!!
Hann er búinn að panta eina og hún er á leiðinni!
Svo er hann búinn að tala við félaga sinn sem veit allt um Lincolna og í sameiningu græja þeir trúlega restina!
Er þetta ekki dásamlegt :-) !!!!!!
Nú ek ég bara stolt um á mínum fína Lincoln og bíð róleg eftir fréttum frá Sæma!
Viljiði kannski koma á rúntinn?...
Meira seinna :-)
miðvikudagur, október 18, 2006
sunnudagur, október 01, 2006
Núna þessa dagana er ég pínulítið minna glöð en um daginn...
... af því að nýji bíllinn minn er doltið lasinn.
Hann er sko ekki alveg nýr, hann er orðinn 15 ára.
En ég fer með hann á verkstæði á þriðjudagsmorguninn og þá kemur trúlega í ljós hvað er að og hversu mikið það muni kosta að gera við það.
Svo er að taka ákvörðun um hvort það borgar sig!!!
Það er held ég erfiðast.
En, maður er ungur og sér til, eins og mamma sagði alltaf!
Den tid, den sorg, sagði hún líka!
Meira seinna :-)
Hann er sko ekki alveg nýr, hann er orðinn 15 ára.
En ég fer með hann á verkstæði á þriðjudagsmorguninn og þá kemur trúlega í ljós hvað er að og hversu mikið það muni kosta að gera við það.
Svo er að taka ákvörðun um hvort það borgar sig!!!
Það er held ég erfiðast.
En, maður er ungur og sér til, eins og mamma sagði alltaf!
Den tid, den sorg, sagði hún líka!
Meira seinna :-)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)