sunnudagur, september 14, 2008

..... Allt hefur sinn tíma !.....

Kæru vinir og vandamenn.

Eins og liggur orðið nokkuð ljóst fyrir þá er ég ekki mjög virkur bloggari!

Ég hef því ákveðið að hætta þessum látalátum og hætta að þykjast vera bloggari!

Ég er hins vegar komin á "Facebook", ef einhver hefur áhuga.

Bestu óskir um hamingju og gleði alla ævi og munum að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir! :-x

Ekkert meira seinna :-)

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Brúðkaupsmyndir

Þetta er fyrsta vers..........






laugardagur, janúar 26, 2008

26.01.08

Nú sit ég fyrir framan tölvuna mína, alein heima, og bíð eftir að tíminn líði.
Er búin að fara í förðun og greiðslu (er með GULL í hárinu!).
Ívar kemur á hverri stundu með brúðarkjólinn.
Þórunn er á leiðinni til að hjálpa mér að klæða mig.
Svo kemur Jónsi bróðir að sækja okkur á hvíta Lincolninum, nýþvegnum.
Ef tími gefst, förum við í smá bíltúr á leiðinni í kirkjuna.
Og svo giftum við okkur bara!
Svo er það kaffi á Borginni og matur á Vox.

Meira seinna :-)

laugardagur, janúar 19, 2008

É er enn á töluverðum spretti.....

Það er að segja ég er alltaf að grennast, svona smátt og smátt.
Er komin í kjól nr: 44. Ha - ha !
Og er búin að máta brúðarkjól og kaupa brúðarskó og giftingahringa og allt!!!
Ég er nefnilega að fara að gifta mig þ. 26. jan. 2008 kl. 15.30 í Fríkirkjunni, auðvitað :-)
Fer í greiðslu og förðun á laugadaginn og allt.
Gaman - gaman.
Svo bjóðum við foreldrum okkar og systkinum og þeirra mökum í kaffi í silfurhergið á Hótel Sögu. Nú á ég bara eftir að finna blóm. En það er ábyggilega auðsótt mál.
Hlakka doltið mikið til !!!!

Meira seinna :-)