þriðjudagur, maí 23, 2006

Fyrir mér er alltaf séð!

Ég er alveg að verða búin að læra það!

Þetta er svo einfalt, maður bara leggur áhyggjur sínar í hendur æðri máttar, og viti menn, vandamálin verða að engu!

Það er helst ef ég er í einhverjum peningavandræðum að mér hættir til að gleyma þessu.

Samt hef ég sannreynt þetta svo oft!

Ég verð nú bara að segja ykkur það samt að það er ekki langt síðan ég þorði að sleppa hendinni af heiminum og treysta því að allt færi ekki til fjandans ef ég hefði ekki dotlar áhyggjur af öllu!

En, sem sagt, ég er næstum því frelsuð!

Ég hef verið feimin við það alla ævi að spekúlera í því hvort ég væri trúuð.

Það hefur sem sagt tekið mig allt lífið að komast að því að skoðun mín á því hvernig maður á að koma fram við sjálfan sig og aðra eru trúarbrögð, mín trúarbrögð.

Og eftir því sem ég hef unnið lengur í kirkjunni, þó aðallega eftir að ég fór að vinna í Fríkirkjunni, hef ég áttað mig á því að mín trúarbrögð eru í flestum atriðum ansi lík kristnum trúarbrögðum.

Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að kynnast alveg ótrúlega góðu fólki, sem hefur kennt mér svo ótrúlega margt.

Til dæmis að guð er mjög líklega kona!

Ekki það að það skipti mig miklu máli, en það er frábær pæling!

Þegar ég fermdist, fékk ég að velja mér ritningartexta og ég velktist ekki í nokkrum vafa um hvaða texta ég vildi.

"Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera."

Þetta hefur verið mitt mottó í lífinu og hefur gert mér kleift að takast á við hvern nýjan dag.

Meira seinna :-)

föstudagur, maí 12, 2006

Próf

Ég fór í fyrsta kórstjórnarprófið mitt á ævinni á þriðjudagsmorguninn var.

Ég held það séu ca. 15 ár síðan ég fór í próf síðast.

Ég hef nú ekki tekið þetta nám mjög alvarlega, þ.e. ég hef ákaflega lítið æft mig heima.

Hins vegar hef ég lært heilan helling!

Ekki bara að baða út öngunum eftir kúnstarinnar reglum, heldur svo margt annað sem tengist því að vera kórstjóri.

Nema hvað, ég var bara doltið stressuð í prófinu!

Svitnaði og allt!

Og mundi varla nokkurn hlut, sem ég þykist þó vera búin að læra!

Gleymdi að anda með kórnum, sló taktinn óskírt, var með hendurnar allt of mikið uppi í lofti!

Man ekki fleira í bili.

En mér skilst að ég hafi samt náð!

Fæ vonandi staðfestingu á því á skólaslitunum.

Ætla sko örugglega aftur næsta vetur!!!

(Var ég nokkuð búin að nefna það að þetta er svooooo skemmtilegt!!!)

Meira seinna :-)

miðvikudagur, maí 10, 2006

Ég er komin heim...

í heiðardalinn!

Mikið var þetta yndisleg ferð, eins og alltaf þegar ég er með Íbba!

Við flugum til London og skoðuðum okkur aðeins um áður en við fórum til Njarðar frænda og Völu.
Þau tóku okkur 0pnum örmum, eins og þeirra er von og vísa, yndislegt fólk!

Hún Vala er svo sæt og góð!

Og ég verð bara að segja það að mikið er ég upp með mér að vera skyld honum Nirði!

Svo leið tíminn við át og drykkju og spilerí.

Þau fóru með okkur á hverfispöbbinn sinn, O'Connors, og þar spiluðum við Pool.

Ég hitti oft í kúluna!!!

Svo skoðuðum við okkur doltið um í London og svo fórum við til Cambridge!

Það var gaman!

Þar sigldum við á bát eftir ánni Cam í sól og blíðu.

(Höfðum þá þegar siglt eftir ánni Thames, það var líka gaman!)

Í London fórum við í "London Eye" sem er stórt hjól, svona eins og er í hamstrabúrum nema með áföstum glerkúlum sem fólk fór inní og þannig gat maður séð eins langt og augað eygði, þegar hjólið fór af stað.

Svo fórum við í Harrod's.
Mér fannst það ekkert sérstakt.
Fullt af fólki og ég sá varla upp úr mannþrönginni (eins og vanalega!)

Svo fórum við heim!

Mikið er alltaf gott að koma heim!!!

Meira seinna :-)