miðvikudagur, desember 12, 2007

Ég er í góðum málum, tralla - lalla - la .....Svona lít ég út í blárri mynd :-)

Þessa mynd tók hann Ívar minn fyrir ca. viku.

Rétt tæp 30 kg. farin!

Og ég sakna þeirra ekkert!!!

Allt gengur vel, ég vanda og vel það sem ég borða og virðist þola all flest.

Er komin niður í stærð 46!!!!!!!!!

Keypti mér kjól í Zöru!!!

Ég!

Kjól í Zöru!!!!

Gaman, gaman!!!!!

Er samt að reyna að halda í við mig í fatakaupum. Keypti buxur fyrir ca 2. mánuðum sem eru orðnar alltof stórar.

Skrítið.

Hef það ótrúlega gott!!!!!

Meira seinna :-)

föstudagur, júlí 27, 2007

Ör - fréttir

Allt gengur vel :-)

15 kíló farin :-)

Gaman, gaman!!!

Meira seinna :-)

mánudagur, júlí 16, 2007

Því nú er sumar, sumar, sumar og sól :-)

Ég er í sumarfríi.

Yndislegt!

Ég fæ að vera með Ívari allan daginn, marga daga í röð!

Yndislegt!

Annars er allt gott að frétta, allt gengur vel.
Ég er aðallega í því að læra á nýju meltingarstarfsemina mína og léttist smátt og smátt.

Þetta er doltið gaman.

En nú þarf ég að drífa mig því við erum að fara norður á eftir og ég er ekki búin að pakka.

"Nú er kátt um borg og bæ,
börnin syngja hah-hah-hæ.
Sólin skín ,sæt og fín,
brosandi á börnin sín"
(Ómar Ragnarsson - Sumar og sól).

Meira seinna :-)

þriðjudagur, júní 12, 2007

Að gefnu tilefni !!!

Undanfarið, þegar ég hef verið að segja fólki frá fyrirætlan minni, þ.e. að fara í hjáveituaðgerð á maga, hafa allir óskað mér til hamingju með þessa ákvörðun.

Þó hefur borið á því að sumir virðast óttast að ég breytist eitthvað með minnkandi umfangi.

Ég vona að ég geti slegið á ótta ykkar hér og nú þegar ég segi að ég sé engar líkur á því.

Nú, þegar ég er loksins orðin nokkuð sátt við þessa persónu, Önnu Siggu, þá væri það tóm vitleysa að fara að breyta henni.

Nema náttúrulega til batnaðar, eins og ég hef alltaf verið að reyna.

Ergo!

Hafið engar áhyggjur!

Ég mun áfram vera eins óvægin við að faðma ykkur og kyssa við hvert tækifæri og ég mun halda áfram að reyna að vera fyndin (hmmm!) og að sjálfsögðu mun ég halda áfram að syngja eins lengi og ég get !!!!!

En núna, sól, sól, skín á mig !!!!!

Meira seinna :-)

mánudagur, júní 11, 2007

Nýtt líf

Nú verður tekið upp nýtt tímatal!

"Gamla lífið" og "nýja lífið".

(Þ.e. fyrir aðgerð og eftir aðgerð.)

Nú er hafinn fimmti dagurinn í nýja lífinu.

Aðgerðin var gerð á miðvikudaginn var og gekk að óskum.

Ég fór heim tveimur dögum seinna.

Nú má ég bara drekka.

En það er ekki svo slæmt, ég má t.d. drekka hafraseyði, ávaxtasafa (án viðbætts sykurs), létt- alls konar, þ.e. jógúrt, skyr, mjólk, ab- alls konar og síaðar súpur.

Þetta verður uppistaðan í fæðu minni fyrstu þrjár vikurnar.

Þetta er allt saman alveg ljómandi matur.

En svo tekur "mauk" tíminn við, í ca. tvær vikur.

Eftir það má ég fara að borða venjulegan mat, en bara smátt og smátt.

Aðalmálið er að vera lengi að borða.

Nú þegar hef ég misst tvö kíló síðan á laugardaginn.

Þetta er allt doltið skrítið, það er eins og maður verði að læra að þekkja skilaboð frá maganum og því svæði alveg upp á nýtt.

Er ég svöng?

Eru þetta vindverkir?

Er þetta loftið sem var blásið inn í magann í aðgerðinni?

Er þetta ímyndun?

Er þetta kannski bara gömul minning?

Alla vega er þetta doltið skrítið.

En, allt gott!!!!

Ég á allt lífið framundan í ennþá hraustari líkama!!!

En nú ætla ég út í sólina, því sumarið er komið og er að kalla á mig :-)

Meira seinna :-)

mánudagur, júní 04, 2007

Biðin senn á enda :-)

Allt tekur enda!

Meira að segja þessi ótrúlega langi biðtími!

Jafnvel þótt hann hafi óvænt verið lengdur um tvo daga til viðbótar!

Þannig er mál með vexti að á fimmtudagsmorguninn var hafði ég verið boðuð á göngudeild Landspítalans (við Hringbraut) kl. 8.30 í rannsókn.

Þið sem þekkið mig vitið að það er löngu fyrir minn fótaferðatíma!

Ég var mætt sundvíslega (aldrei þessu vant!) og þar hitti ég margt gott og skemmtilegt fólk, s.s. hjúkrunarfræðing, svæfingalækni, sjúkraþjálfara, næringarfræðing, skurðlækni og svo hann Kára Allansson, sem er með mér í kórstjórn. Hann var þarna að vinna sinn þriðja vinnudag á þessari mætu stofnun.

Svo var tekið úr mér blóð.

Tvisvar sinnum.

Og eftir það og allt spjallið sem ég átti við þetta góða fólk, var ég orðin ansi upptendruð og full tilhlökkunar að takast á við þetta nýja verkefni, þetta nýja líf!

En, viti menn!

Morguninn eftir, þegar ég var að bíða eftir að fá að setjast í stólinn hjá henni Kristínu tannlækni, hringdi síminn.

Það var hún Gunnjóna (sú sem raðar fólki á aðgerðalistann)!

Hún sagði mér, í stuttu máli, að aðgerðinni minni væri frestað um tvo daga, fram á miðvikudag, það þyrfti nefnilega að fækka aðgerðum á mánudaginn um eina.

Af hverju ég?

Ég hefði ekki trúað því sjálf fyrirfram en við þessi tíðindi var eins og fótunum væri kippt undan mér.

Ekki það að ég vissi auðvitað að þetta breytti ekki öllu í mínu lífi, en þetta var í annað skiptið sem aðgerðinni minni var frestað!

Maður er nú doltið skrítinn!

Ég varð svo leið að ég fór næstum því að gráta og missti einhvern vegin allan damp!

Mér varð allt í einu alveg sama um allt!

Allur sá undirbúningur sem ég var búin að leggja í þetta verkefni hvarf út í veður og vind á einu augabragði!

Mig langaði bara að fara heim og leggjast undir sæng og aldrei koma undan henni, eins og í gamla daga!

!!!!!

En ég er nú nokkurn vegin búin að jafna mig núna, held bara áfram að bíða.

Vonandi samt ekki lengur en fram á miðvikudag!!!

Meira seinna :-)

miðvikudagur, maí 23, 2007

Biðtími

Jæja.

Nú er ég komin heim frá Ameríku með sólbrunnar axlir.
Þetta var yndisleg dvöl, Jóhanna Kristín frænka mín orðin "Doctor of Farmacy"!

En mikið var dásamlegt að koma heim!!!!!

Enn eina ferðina varð ég að kaupa nýja ferðatösku!
(Sú gamla sprakk!)
En það er skiljanlegt þegar haft er í huga allt það dót sem kom upp úr töskunni þegar heim kom!

Fjögur pör af skóm, þrenn náttföt, selskapsveski, venjulegt stórt veski, seðlaveski, Intuition-dömu-rakvélar, sex stykki, takk fyrir, ferðasnyrtiveski, snúningsdiskar tveir, klósettbursti, vítamín, tölvutaska handa Siggu Daða, gleraugu handa Marteini.........

Ég man ekki meir.

En nú er brostið á með biðtíma!

Bið eftir aðgerðinni.

Í dag eru tæpar tvær vikur þangað til.

Eftir tvær vikur verð ég búin í aðgerðinni, ef allt gengur að óskum!

En á meðan ég bíð þá dunda ég mér við að taka annars árs kórstjórnarpróf.

Tók fyrri hlutann í morgun og svo þann seinni í fyrramálið.

Gaman, gaman!!!

En það er erfitt að bíða.

Meira seinna :-)

þriðjudagur, maí 08, 2007

Nú gaman, gaman er .....

Ég er nefnilega að fara til New York á miðvikudaginn og verð framá þriðjudagsmorgun.

Ég hlakka til!

Ég er að fara að hitta frænku mína sem er að útskrifast og ég fæ að vera með henni á þessum merkisdegi í lífi hennar.

Ég hlakka til!!!

Meira seinna :-)

sunnudagur, apríl 22, 2007

Plan B

Í þeirri von að einhverja hafi verið farið að lengja eftir nýju bloggi frá mér þá get ég eingöngu útskýrt þessa löngu þögn með því að ég var að bíða eftir einhverjum bitastæðum fréttum.

En nú er mér ekki stætt á því að þegja lengur!

Ég hef fréttir að færa!

Nú er það staðfest að ég fer í aðgerð mánudaginn 4. júní, 2007.

Ég verð að viðurkenna að ég var doltið spæld þegar ég fékk þær fréttir að ég kæmist ekki að með hópnum sem verður skorinn vikuna 14. til 18. maí, ég var einhvernig búin að stilla mig inn á það.

En það er nú bara svona og maður á að vera þakklátur fyrir að fá annað eins tækifæri, þegar öllu er á botninn hvolft!

Ég kann líka nokkur ráð til að jafna sig á svona áföllum, eitt er t.d. að fara og kaupa sér föt!

Ég fór s.s. og keypti mér nýjar vinnubuxur (þ.e. svartar) og vinnusk0kk (líka svartan).

Það var smá plástur.

En ég get líka s.s. vel við unað, ég er nefnilega að fara til New York að heimsækja hana Jóhönnu Kristínu, frænku mína, frá 9. til 14. maí, og þannig gefst mér betri tími til að jafna mig á ólifnaðinum sem ég verð örugglega látin lifa þarna úti í hinni sindsamlega Ameríku.

Nei, annars, ég hef sagt skilið við allt slíkt!

Héðan í frá ætla ég að vanda sérlega valið á því sem fer ofan í minn dýrmæta og dásamlega maga!

Hann þarf nefnilega að endast mér það sem eftir er ævinnar!

Meira seinna :-)

mánudagur, febrúar 12, 2007

Málin skýrast !

Þá er það afráðið að ég fer í aðgerð um mánaðarmótin apríl/maí, þó trúlega í byrjun maí.

Ég hefði trúlega getað farið mánuði fyrr en ég tými ekki að missa af páskunum, og þó sérstaklega föstudeginum langa, í kirkjunni.

Þetta gefur mér líka lengri tíma til að undirbúa mig.

Ég hef sem sagt lokið 5 vikna prógramminu á Reykjalundi og er að búa mig undir aðgerð.

Veran á Reykjalundi var æðisleg!

Ég vissi svo sem alltaf að allt það starf sem er unnið þar er ákaflega mikilvægt og gott, en eftir veruna þarna er ég staðráðin í að kaupa mér happdrættismiða í SÍBS og, að minnsta kosti, þannig styðja við þetta stórkostlega starf sem þarna er unnið.

Og svo ætla ég að fara þangað og syngja fyrir fólkið eins oft og við er komandi!

Og nú ætla ég að fara út að ganga flesta daga vikunnar!

Ef einhver vill koma með mér, þá er bara að hringja :-)

En nóg um það!

Um daginn var kona sem keyrði á nýja bílinn minn!

Sem betur fer var það ekki mikið, bara smá krumpa á brettinu og framljósið.

Ég er viss um að stálið í fína bílnum mínum er að minnsta kosti þverhandar þykkt!!!

Nú fer ég í það að láta laga þetta því auðvitað get ég ekki keyrt svona um bæinn.

Þetta er allt að skýrast.

Meira seinna :-)

mánudagur, janúar 22, 2007

Fróðleikur

Mér datt í hug að setja inn link, þar sem þeir sem eru forvitnir, geta fræðst nánar um "hjáveituaðgerð á maga".

http://reykjalundur.is/Reykjalundur/Fraedsluefni/Hjaveituadgerdamaga/

Góða skemmtun!!!

Meira seinna :-)

föstudagur, janúar 19, 2007

Og dregur nú til tíðinda...

Nú stend ég í stórræðum!

Þannig er mál með vexti að ég hef ákveðið að þiggja boð um möguleika á áframhaldandi góðri heilsu.

Það er fólgið í því að sækja dagdeild á Reykjalundi, þar sem færustu sérfræðingar á sínu sviði leiðbeina manni um mataræði, hreifingu og heilbrigt líf.

Þetta prógram stendur yfir í 5 vikur og eftir það stendur manni til boða að fara í svokallaða "hjáveituaðgerð á maga".

"Hjáveituaðgerð á maga" er í stuttu máli þannig að það er tengt framhjá meiri hluta magans.

Það eru alls ekki allir sem velja þann kostinn, en það er ég hins vegar að hugsa um að gera.

Ég get því gert mér vonir um , ef allt fer að óskum, að fara í aðgerð í enda febrúar eða byrjun mars.

Ég verð frá vinnu í ca. 2 mánuði, en get samt örugglega talað í síma og jafnvel farið út úr húsi!

Ég hlakka til !!!

Ég lít svo á að með þessu sé mér gefið annað tækifæri!

Svo er bara að fylgjast með hvernig ég rýrna og rýrna!

Sum þeirra sem hafa farið í þessa aðgerð eru víst óþekkjanleg eftir eitt ár!

Spennandi, ekki satt!!!!

Meira seinna :-)

laugardagur, janúar 06, 2007

Nýárshugleiðingar

Kærustu vinir!
Af öllu hjarta mínu og af allri sálu minni, óska ég ykkur gleði, hamingju og friðar á komandi árum og sömuleiðis þakka ég allt það dásamlega skemmtilega sem ég hef fengið að upplifa með ykkur, undan farin ár! Nú er full ástæða til þess að fara að hlakka til þessa nýja árs, mikið skulum við gera martg skemmtilegt saman!!! Ættum við kannski að hafa spilakvöld, eða spurningakvöld? Þá gætu t.d. Ingó bróðir og Öddi fengið að láta ljós sín skína, og jafn vel einhverjir aðrir, hver veit!
Húsnæði mitt stendur alltaf til boða til gleðifunda!!!!!
Hvað segið þið um þetta?

Meira seinna :-)