laugardagur, nóvember 18, 2006

Jamm, jamm, það er nú svo...

Mikið er gaman að lifa!

Eftir að ég kom heim frá Ítalíu, hér um árið, og hafði hugsað doltið minn gang, tók ég þá ákvörðun að þaðan í frá ætlaði ég að vera hamingjusöm.
Ekki að gera neitt nema það sem ég hefði gaman af.
Og ef svo óheppilega vildi til að ég yrði að gera eitthvað sem ég hefði ekki gaman af, þá mundi ég bara reyna að gera það skemmtileg.

Þetta hefur ekki verið svo erfitt!

Hamingja er hugarástand.

Ég í hamingjuhugarástand!

Ekki skemmir að ég er líka svo ástfangin!

Og getið þið af hverjum???

Nú, honum Ívari, auðvitað!

Hann er laaaaaaang flottttttassstur!

Og ég er skotin í honum á hverjum degi.

Hann segist líka vera skotinn í mér :-)

Hvað vill maður meira?

Læf is bjútifúll!!!!!

Mér þykir líka vænt um ykkur öll!!!

Kveðja,

Anna Sigga ástsjúka!


Meira seinna.....

miðvikudagur, október 18, 2006

Það var þá ekki svo slæmt...

... eftir allt!

Þetta með bílinn, þ.e.

Sko, það þarf að skipta um loftdælu fyrir fjöðrunarbúnaðinn, skynjara í báðum framhjólum og oxigen-sensora, bæði að framan og aftan, og svo þarf að stilla vélina.

Ég fékk sjokk því hann Stefán viðgerðarmaður sagði að bara loftdælan mundi kosta a.m.k. 70 - 80 þús.

Eitt augnablik runnu á mig tvær grímur :-/

En svo hringdi ég náttúrulega beint í Sæma (hann seldi mér bílinn) og sagði honum allt af létta.
Og á meðan við vorum að tala saman í símanum fann hann svona loftdælu á Ebay á 55 dollara!
Og meira að segja tvær!!!

Hann er búinn að panta eina og hún er á leiðinni!

Svo er hann búinn að tala við félaga sinn sem veit allt um Lincolna og í sameiningu græja þeir trúlega restina!

Er þetta ekki dásamlegt :-) !!!!!!

Nú ek ég bara stolt um á mínum fína Lincoln og bíð róleg eftir fréttum frá Sæma!

Viljiði kannski koma á rúntinn?...

Meira seinna :-)

sunnudagur, október 01, 2006

Núna þessa dagana er ég pínulítið minna glöð en um daginn...

... af því að nýji bíllinn minn er doltið lasinn.

Hann er sko ekki alveg nýr, hann er orðinn 15 ára.

En ég fer með hann á verkstæði á þriðjudagsmorguninn og þá kemur trúlega í ljós hvað er að og hversu mikið það muni kosta að gera við það.

Svo er að taka ákvörðun um hvort það borgar sig!!!

Það er held ég erfiðast.

En, maður er ungur og sér til, eins og mamma sagði alltaf!

Den tid, den sorg, sagði hún líka!

Meira seinna :-)

þriðjudagur, september 19, 2006

Nú er ég aldeilis doltið mikið glöð...



...með að enn einn draumur minn er að rætast!

Hafið þið nokkurn tíma séð aðra eins DROSSÍU?!

Og það sem meira er... ég er um það bil að eignast hana!!!!!

Þetta er í raun ekki bíll... heldur töfrateppi.

Með skiptingu í stýrinu, rafmagni í öllu og CRUISE CONTROL!!!

Ég er svo glöð og hamingjusöm að ég er alltaf á rúntinum núna, má ekkert vera að því að mæta í vinnu eða annað slíkt.

Á ég kannski að skutlast eitthvað fyrir ykkur?

:-) :-) :-)

Meira seinna :-)







fimmtudagur, september 14, 2006

Mikið var gaman...

... í partýinu!

Mikið voruð þið sætar stelpur, allar!

Og voru drengirnir ekki guðdómlegir?!

Ég fæ enn gæsahúð þegar ég rifja það upp hvað þeir sungu fallega!!!

Sem sagt þá mættu um 20 - 30 stelpur í partýið og voru þær allar áberandi sætar og skemmtilegar.

En ég verð að segja að það er ekki á einn hallað þó öðrum sé hælt!

Uppúr kl hálf átta streymdu 9 meðlimir úr Voces Masculorum skyndilega upp tröppurnar og voru bara komnir inn í stofu og byrjaðir að syngja.

Þeir eru bara dásamlegir.

Mér varð á orði að ef við stelpurnar værum ekki örugglega skotnar í þeim öllum þá þegar, værum við sko örugglega orðnar bálskotnar í þeim öllum núna!!!

Þetta var yndisleg upplifun að vera með vinum sínum og þeir nennandi þetta að koma (sumir m.a.s. lasnir) til okkar til að syngja fyrir okkur!!!

Ég vona ég gleymi þessu aldrei!!!

Takk, elsku strákar!!!!!!!!!!!!

Og, stelpur, er ekki örugglega verið að plana næsta partý?!!!

Og, by the way, ég er enn að bíða eftir bílnum :-/

Meira seinna :-)

þriðjudagur, september 05, 2006

Áríðandi tilkynning !!!!

Til allra jarðarfarasöngkvenna !!!

Loksins, loksins, loksins!!!

Partý heima hjá mér, að Mýrargötu 16, 3.hæð, á laugardaginn kemur, þ. 09.09.06 kl. 18.00!

Allar velkomnar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Takið með ykkur drykkjarföng og kannski eitthvað að bíta í, ef ykkur langar og þið nennið.

Það verður BAAAAAARA GAMAN!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!!!

Hí, hí.....

Meira seinna :-)

mánudagur, september 04, 2006

Sumarfríið er búið...

og það er gaman að byrja aftur á vetrarstörfunum.
Það tekur smá tíma að komast í gírinn, en þetta er eins og með það að hjóla...

Ég er að öllum líkindum að fara að skipta um bíl.

Það er enginn venjulegur bíll sem ég er að sverma fyrir, oooo nei!!!

Lincoln Continental

Hann er hvítur, langur, næstum því með bekk að framan, með cruse control, rafmagni í rúðum, sætum, speglum, loftkælingu, skiptingu í stýrinu, skotti sem er eins og lítil íbúð, skyggðar afturrúður og drekkur bensín eins og þyrstur maður vatn.

Og svo svífur hann eins og töfrateppi!

Þetta er því sem næst ákveðið en kemur þó allt í ljós trúlega í þessari viku.

Ég er doltið spennt!

Eiginlega eins og þegar ég var 13 ára og átti að fá eitthvað sem ég hafði hlakkað lengi til að eignast.

Vei, vei, vei!!!

Meira seinna :-)

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Ekki örvænta...

... ég er bara í sumarfríi!

Er voða lítið heima!

Mikið gaman!!!

Meira seinna :-)

mánudagur, júlí 03, 2006

Kæru vinir...

ég er alveg hérna ennþá..... er bara að hugsa!
Skrifa.....

Meira seinna :-)

sunnudagur, júní 11, 2006

Það er komið sumar

Mikið er gott að geta eytt sumrinu á Íslandi!

Ef ekki er mjög heitt, þá fer maður bara í utanyfirflík!

Ef er doltið heitt, þá fer maður úr peysunni og gengur um berhandleggjaður og jafnvel berfættur í skónum!

Það besta er að það verður aldrei svo heitt að maður þurfi að fara úr skinninu!

Og maður getur alveg sofið, fyrir hitanum!

Það verður aldrei svo heitt að maður haldi að maður muni deyja!

Og hér er allt troðfullt af fersku vatni sem maður getur drukkið, baðað sig í, vökvað garðinn, farið í sund og hangið í sturtu eins lengi og maður nennir!

Og þá er svo gaman að fara í ferðalög um landið, þetta ótrúlega fallega land (ennþá!).

Já það eru forréttindi að fá að eyða sumrinu á Íslandi!

Ég hlakka alla vega ógeðslega til sumarsins míns!

Meira seinna :-)

þriðjudagur, maí 23, 2006

Fyrir mér er alltaf séð!

Ég er alveg að verða búin að læra það!

Þetta er svo einfalt, maður bara leggur áhyggjur sínar í hendur æðri máttar, og viti menn, vandamálin verða að engu!

Það er helst ef ég er í einhverjum peningavandræðum að mér hættir til að gleyma þessu.

Samt hef ég sannreynt þetta svo oft!

Ég verð nú bara að segja ykkur það samt að það er ekki langt síðan ég þorði að sleppa hendinni af heiminum og treysta því að allt færi ekki til fjandans ef ég hefði ekki dotlar áhyggjur af öllu!

En, sem sagt, ég er næstum því frelsuð!

Ég hef verið feimin við það alla ævi að spekúlera í því hvort ég væri trúuð.

Það hefur sem sagt tekið mig allt lífið að komast að því að skoðun mín á því hvernig maður á að koma fram við sjálfan sig og aðra eru trúarbrögð, mín trúarbrögð.

Og eftir því sem ég hef unnið lengur í kirkjunni, þó aðallega eftir að ég fór að vinna í Fríkirkjunni, hef ég áttað mig á því að mín trúarbrögð eru í flestum atriðum ansi lík kristnum trúarbrögðum.

Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að kynnast alveg ótrúlega góðu fólki, sem hefur kennt mér svo ótrúlega margt.

Til dæmis að guð er mjög líklega kona!

Ekki það að það skipti mig miklu máli, en það er frábær pæling!

Þegar ég fermdist, fékk ég að velja mér ritningartexta og ég velktist ekki í nokkrum vafa um hvaða texta ég vildi.

"Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera."

Þetta hefur verið mitt mottó í lífinu og hefur gert mér kleift að takast á við hvern nýjan dag.

Meira seinna :-)

föstudagur, maí 12, 2006

Próf

Ég fór í fyrsta kórstjórnarprófið mitt á ævinni á þriðjudagsmorguninn var.

Ég held það séu ca. 15 ár síðan ég fór í próf síðast.

Ég hef nú ekki tekið þetta nám mjög alvarlega, þ.e. ég hef ákaflega lítið æft mig heima.

Hins vegar hef ég lært heilan helling!

Ekki bara að baða út öngunum eftir kúnstarinnar reglum, heldur svo margt annað sem tengist því að vera kórstjóri.

Nema hvað, ég var bara doltið stressuð í prófinu!

Svitnaði og allt!

Og mundi varla nokkurn hlut, sem ég þykist þó vera búin að læra!

Gleymdi að anda með kórnum, sló taktinn óskírt, var með hendurnar allt of mikið uppi í lofti!

Man ekki fleira í bili.

En mér skilst að ég hafi samt náð!

Fæ vonandi staðfestingu á því á skólaslitunum.

Ætla sko örugglega aftur næsta vetur!!!

(Var ég nokkuð búin að nefna það að þetta er svooooo skemmtilegt!!!)

Meira seinna :-)

miðvikudagur, maí 10, 2006

Ég er komin heim...

í heiðardalinn!

Mikið var þetta yndisleg ferð, eins og alltaf þegar ég er með Íbba!

Við flugum til London og skoðuðum okkur aðeins um áður en við fórum til Njarðar frænda og Völu.
Þau tóku okkur 0pnum örmum, eins og þeirra er von og vísa, yndislegt fólk!

Hún Vala er svo sæt og góð!

Og ég verð bara að segja það að mikið er ég upp með mér að vera skyld honum Nirði!

Svo leið tíminn við át og drykkju og spilerí.

Þau fóru með okkur á hverfispöbbinn sinn, O'Connors, og þar spiluðum við Pool.

Ég hitti oft í kúluna!!!

Svo skoðuðum við okkur doltið um í London og svo fórum við til Cambridge!

Það var gaman!

Þar sigldum við á bát eftir ánni Cam í sól og blíðu.

(Höfðum þá þegar siglt eftir ánni Thames, það var líka gaman!)

Í London fórum við í "London Eye" sem er stórt hjól, svona eins og er í hamstrabúrum nema með áföstum glerkúlum sem fólk fór inní og þannig gat maður séð eins langt og augað eygði, þegar hjólið fór af stað.

Svo fórum við í Harrod's.
Mér fannst það ekkert sérstakt.
Fullt af fólki og ég sá varla upp úr mannþrönginni (eins og vanalega!)

Svo fórum við heim!

Mikið er alltaf gott að koma heim!!!

Meira seinna :-)

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Ég er að fara í frí...

Til London.

Við Íbbi förum bæði og ætlum að vera í HEILA VIKU!!!

Í frí!

Íbbi tekur reyndar fartölvuna með sér (hann er náttúrulega ekki tölvukall fyrir ekki neitt!).

Við fáum að gista hjá Nirði, bróðursyni mínum, sem býr í London með spúsu sinni, henni Völu.
Þau eru nú ekki leiðinleg!

Annars er ekkert planað annað en reyna að slappa doltið af.

Hí, hí!!!

Meira seinna :-)

sunnudagur, apríl 23, 2006

Vináttan...

Í Spámanninum e. Kahlil Gibran segir:

"Vinur þinn er þér allt...

...Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis.

Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.

Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar.

Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best.
Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnst auðlegð þinni.

Því skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann?

Leitaðu hans með áhugamál þín.

Því að það er hans að uppfylla þörf þína, en ekki tómleika þinn.

Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins.

Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist."

Skildi maður nokkurn tíma ná þessum þroska?

Meira seinna :-)

Rate My Life Quiz Results Code

Hvað segið þið um þetta?

This Is My Life, Rated
Life: 7.4
Mind: 6.8
Body: 7
Spirit: 7.6
Friends/Family: 6.6
Love: 9.1
Finance: 8.2
Take the Rate My Life Quiz


Meira seinna :-)

föstudagur, apríl 21, 2006

Ég er löt...

Nú er liðin meira en vika síðan ég fór síðast í leikfimi.
Reyndar var lokað um páskana en ég hefði getað farið á miðvikudaginn var og líka í dag.
Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég búin að ákveða að ég skildi sko svoleiðis fara í dag!
En svo vaknaði ég í morgun og var svo sibbin! (Ég hefði sko þurft að fara í tíma kl. 8.20!!!)
Mér fannst alveg nóg að þurfa vakna í tæka tíð til að mæta í jarðarför í Fossv. kl. 11.00!

Ég hef, í alvöru, stundum mætt í tíma kl. 8.20, en hef þó aldrei verið vöknuð fyrr en löngu seinna.

Þegar ég var búin í förinni rétt fyrir kl. 12.00, fórum við Ingó bróðir til hans Ingvars á Salatbarnum og átum á okkur gat, eða þannig.

Svo fórum við í för í Áskirkju.
Það var ansi gaman, allir í púkaskapi og Jónsi bróðir alveg extra!

Mér finnst bræður mínir mjög skemmtilegir og svo syngja þeir svo vel!

Svo þegar ég var búin í Ás, brunaði ég í Fossv. aftur og söng við eina kistulagningu kl. 14.30 með Kára.

Þá fór ég og sótti pabba og við fórum að heimsækja Begga, bróður hans, á spítalann.
Hann var að fá nýja mjöðm!

Svo fórum við pabbi í apótek og Nóatún og svo keyrði ég pabba heim.

Þá var öllum skildustörfum lokið og ég fór heim.
Ætlaði að drífa mig að skipta um föt og spæna í leikfimina sem átti að byrja kl. 19.20 en gat það ekki!

Ég var svo löt!

Það er nú doltið gott að vera soldið latur stundum!

Meira seinna :-)

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Gleðilegt sumar...

Kæru vinir!

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Er ekki lífið dásamlegt!

Ég er svo lánsöm að ég fæ allt upp í hendurnar sem ég þarfnast! Ég á yndislegan mann, dásamlega fjölskyldu, fjölda skemmtilegra, tryggra og góðra vina og mýgrút af góðum kunningjum.
Og svo er það allt þetta frábæra fólk sem ég umgengst og vinn með (margt þeirra er að finna í fyrrnefndum flokkum, reyndar).

Ég sver að ég meina þetta allt!

Læ, læ, læ!!!

Ég held reyndar að Pollíanna hafi verið skrifuð eftir mér :-)

Framundan er svo stórkostlegt sumar, með utanlandsferðum, sumarbústaðaveru og ferðum norður á Hofsós.

Það gæti ekki verið betra :-)

Ég óska ykkur öllum allrar þeirrar gæfu sem ég er aðnjótandi!!!

(Nú er ég viss um að þeir sem hingað til hafa nennt að lesa þessi skrif mín, missa allan áhuga á að lesa meira, þetta er svo VÆMIÐ!!!) (En það verður að hafa það :-/)

Meira seinna :-)

sunnudagur, apríl 16, 2006

Hann upp er risinn...

hljómar gegnum heiminn.....

Þannig hefst kórkaflinn í verkinu "Páskadagsmorgunn" e. Svbj. Sveinbjörnsson, sem er alltaf sunginn á páskadagsmorgun í Dómkirkjunni.
Bæði kl. 8.00 og 11.00!

Ég sakna þess nú alltaf doltið að vera ekki með, ég ólst nú upp við þetta.

En, maður getur nú ekki fengið allt!
Ég fæ að sofa klukkutíma lengur, því messan í Frík byrjar ekki fyrr en kl. 9.00 :-) Ekki þar fyrir að ég er ekkert frekar vöknuð kl. 9 en 8.

En ég finn það á mér að vorið er í nánd og þá er ég bara glöð!

Ég finn það líka á mér að sumarið verður frábært og dásamlegt!

(Það er naumast ég er farin að finna á mér! Held ég verði að leggja mig.)

Meira seinna :-)

ZZZZZ

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Hmmm.....

Ef ég segi "á morgun" þýðir það þegar ég er búin að sofa.

S.s. Ég er að fara í kórstjórn á morgun, þriðjudagsmorgun!

Ég á eftir að sofa!

Meira seinna :-)

Kórstjórn

Ég er í kórstjórnartímum í Tónskóla þjóðkirkjunnar, hjá Hákoni Tuma Leifssyni.

Mikið rosalega er gaman!
Það segja það allir sem eru í þessum tímum.
Ekki bara það að syngja alls konar músík, heldur er allt fólkið svo skemmtilegt!

Svo lærir maður doltið mikið!

Mér finnst reyndar ég ekki kunna mikið, alla vega á ég himinn og haf eftir, til að verða góður kórstjóri!

Það er þó huggun harmi gegn að maður tapar þó engu.
Ekki þar fyrir að það hefði ekki verið úr háum söðli að detta fyrir mig :-/

Ég er að fara í tíma í fyrramálið og hlakka til!
Kannski fæ ég að stjórna?

Kannski!

Meira seinna :-)

sunnudagur, apríl 09, 2006

Ég á hjól...

Ég var svo heppin að eignast hjól um daginn.

Rautt konuhjól, með breiðum dekkjum, breiðum og mjúkum hnakki, og stýri sem gerir manni kleift að horfa á heiminn um leið og maður hjólar!

Ég þurfti að bíða í tvo - þrjá daga áður en ég fékk hjólið í hendurnar og það var erfitt.

Ég var svo spennt að ég var löngu búin að kaupa lás á það!

Svo, þegar loksins lægði vind hér í vesturbænum (í gær, altso), fór ég í hjólreiðatúr.

Fyrst hjólaði ég niður á bensínstöð og pumpaði í dekkin, svo í bæinn, og endaði í safnaðarheimili Fríkirkjunnar, til að ljósrita messuskrárnar fyrir fermingarmessuna sem var í dag. Og svo hjólaði ég heim.

Í dag er ég með harðsperrur!

Ég er að hugsa um að fara í annan hjólatúr í dag, þó það sé rigning.

Það er gaman að geta farið út að hjóla á hjólinu sínu!

Ég skal hins vegar lofa ykkur því að ég mun aldrei fara hjólandi hringinn í kringum landið!

Ef þið eigið hjól og langar að fara í hjólatúr með mér, hafið þá endilega samband.


Meira seinna :-)

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ps.

Meira seinna... ætlaði ég að segja :-)

Gott ráð til að láta sér ekki leiðast...

Ef manni er um það bil að fara að leiðast, þá kann ég eitt gott ráð til að sjá við því!

Halda matarboð!!!

Það gerði ég í kvöld :-)

Mér finnst svo gaman að halda matarboð!
Hvað er skemmtilegra en að borða góðan mat í góðra vina hópi?
Og drekka gott vín með.?
Og bulla og bulla og bulla?!!!

Ég er ekkert alltaf með einhvern veislumat á boðstólum, stundum bara pasta, stundum sítrónukjúlla (uppskrift frá Giovönnu), stundum, hrygg og gæruskinn, ...

En í kvöld bauð ég upp á steiktan þorsk. Ég hélt ég væri ekkert klár í að steikja fisk en í kvöld tókst það bara ágætlega.
Alla vega sögðu gestirnir að þetta væri svakalega gott.
Það er nú kannski ekki alltaf óhætt að treysta gestum fullkomlega, sérstaklega ef það eru vinir manns, eða hvað?

Einu sinni héldum við Íbbi matarboð og Íbbi eldaði lambakjöt, sem tókst svo vel að það byrtist sem fyrirsögn í dagblöðunum að; "gestirnir grétu af gleði".
En það var Íbbi, hann er svo flinkur í eldhúsinu.

Þegar hann loksins biður mig að giftast sér, get ég sagt að ég sé vel gift!!!

Meira

laugardagur, apríl 01, 2006

Lífið er nú doltið skemmtilegt...

Mér finnst ég alltaf vera að gera eitthvað skemmtilegt!

Núna áðan var ég til dæmis að syngja á tónleikum með honum frænda mínum, honum Hilmari Erni Agnarssyni, og kórnum hans; Kammerkór Suðurlands.
Þessir tónleikar voru haldnir í tilefni þess að kórinn var að gefa út disk með verkum eftir Gunnar Reyni Sveinsson, en diskurinn ber nafnið "Til Máríu".

Ég er mikill aðdáandi Gunnars Reynis og hans tónlistar og hef sungið mikið eftir hann (m.a. heila tónleika!).

Ég söng tvö sóló á tónleikunum, Hrólfur Sæm tvö og Hallveig Rúnars tvö, (við syngjum öll sóló á diskinum) og Kári Þormar spilaði á píanó.

Mikið svakalega spilaði hann Kári vel á þessum tónleikum!
Þið vitið sjálfsagt að það er ekki endilega auðvelt að spila músikina hans Gunnars Reynis, en Kári gerði það svo sannarlega með glæsibrag!

Hugsið ykkur hvað ég er heppin í lífinu!
Að fá að vinna við það sem mér finnst skemmtilegast af öllu!
Tónlist!
Að fá að syngja!
Að fá að kynnast allri þessari dásamlegu tónlist!
Að fá að kynnast öllu þessu yndislega fólki sem dáir líka tónlist!
Að fá að læra eitthvað nýtt og (vonandi) þroskast á hverjum degi!

Er þetta orðið doltið væmið?

Mér er alveg sama, ég er doltið væmin týpa!

Mér finnst ég bara vera svo lánsöm í lífinu og er svo hamingjusöm að mig langar að deila því með öðrum, um leið og ég óska öllum þess sama!

Já, á meðan ég man, Orð skulu standa-þættinum mínum verður útvarpað laugardaginn 8. apríl, daginn fyrir Pálmasunnudag.

Ég verð örugglega of feimin til að hlusta sjálf :-/

Meira seinna.

miðvikudagur, mars 29, 2006

Ég hlakka til...

Ég er að fara í upptöku í fyrramálið á þættinum "Orð skulu standa" og hlakka ógeðslega mikið til, na-na-na-na-na-na!!!

Þannig vildi til að um daginn fórum við Ívar út að borða með Ollu og Didda á Rauða húsið á Eyrarbakka (Rauða húsið er ekkert rautt, bara hvítt).

Þar hittum við Hlín nokkra Agnarsdóttur og sem við spjölluðum aðeins saman og ég þakkaði henni fyrir þáttinn (Orð skulu standa), sem ég missi helst ekki af, þá spurði hún mig hvort ég hefði kannski áhuga á að koma í þáttinn.

Ég sagði náttúrulega; Já takk!

Ég er svo einföld að ég fatta ekki að vera feimin eða hrædd við að prófa hluti sem ég hef aldrei gert áður.

Þau eru orðin ófá skiptin sem ég hef bara stungið mér blindandi út í djúpu laugina.
Án þess að vera með kút eða kork!!!

En jafn oft, og reyndar miklu oftar, hef ég fundið að ég er ekki ein á ferð!
Það er alltaf passað uppá mig.

Þegar ég loksins þorði að sleppa taumunum og leggja allt í hendur æðri máttar, tók líf mitt beina stefnu upp á við!

Og að þora að segja það án þess að hafa áhyggjur af því að fólk héldi að nú væri ég frelsuð og búin að missa húmorinn.

Reyndar er ótrúlegt frelsi í því fólgið að sleppa tökunum.

Prófiði bara!!!

En svo verðið þið að hlusta á þáttinn, verst ég veit ekki enn hvenær hann verður sendur út, læt ykkur vita um leið og ég kemst að því!

Meira seinna :-)

mánudagur, mars 27, 2006

Þetta er allt að koma...

Ég er algjörlega ókunnug í blogg-heimum, enn sem komið er, en held ótrauð áfram!

Eins og ég minntist á í fyrsta blogginu þá var ég að syngja á tónleikum á laugardaginn og það var yndislega gaman! Allir stóðu sig með prýði og sumir komu þægilega á óvart. Hann Jón er nú doltill garlakarl!

Skrifa kannski meira á eftir, en nú er ég farin í leikfimi!

Ég segi allt gott, alltaf.....

Ég segi allt gott, alltaf.....
Hugsunin var sú að gaman væri að setja á blað vangaveltur mínar um lífið og tilveruna og rifja það svo upp seinna.

laugardagur, mars 25, 2006

Ég heiti Anna Sigga og ég er söngkona

Núna á eftir, kl. 14.30, mun ég syngja á tónleikum söngnema Jóns Þorsteinssonar söngkennara við Tónskóla Þjóðkirkjunnar sem verða haldnir í Neskirkju.
Ég ætla að syngja "Fac ut mortem" úr "Stabat Mater" e. Pergolesi og "He shall feed his flock" úr Messíasi e. Händel.
Hlakka til :-)
Meira seinna.