mánudagur, júlí 16, 2007

Því nú er sumar, sumar, sumar og sól :-)

Ég er í sumarfríi.

Yndislegt!

Ég fæ að vera með Ívari allan daginn, marga daga í röð!

Yndislegt!

Annars er allt gott að frétta, allt gengur vel.
Ég er aðallega í því að læra á nýju meltingarstarfsemina mína og léttist smátt og smátt.

Þetta er doltið gaman.

En nú þarf ég að drífa mig því við erum að fara norður á eftir og ég er ekki búin að pakka.

"Nú er kátt um borg og bæ,
börnin syngja hah-hah-hæ.
Sólin skín ,sæt og fín,
brosandi á börnin sín"
(Ómar Ragnarsson - Sumar og sól).

Meira seinna :-)

2 ummæli:

Gróa sagði...

Sammála :) það er unaðslegt að vera í sumarfríi allavega þegar sólin skín á mann á hverjum degi.

Góða ferð og hafið þið það sem best, þú og Ívar :)

kveðja af Flókagötunni.

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í þessu öllu saman og góða skemmtun í fríinu:o) Knús Magga Blöndal