... eftir allt!
Þetta með bílinn, þ.e.
Sko, það þarf að skipta um loftdælu fyrir fjöðrunarbúnaðinn, skynjara í báðum framhjólum og oxigen-sensora, bæði að framan og aftan, og svo þarf að stilla vélina.
Ég fékk sjokk því hann Stefán viðgerðarmaður sagði að bara loftdælan mundi kosta a.m.k. 70 - 80 þús.
Eitt augnablik runnu á mig tvær grímur :-/
En svo hringdi ég náttúrulega beint í Sæma (hann seldi mér bílinn) og sagði honum allt af létta.
Og á meðan við vorum að tala saman í símanum fann hann svona loftdælu á Ebay á 55 dollara!
Og meira að segja tvær!!!
Hann er búinn að panta eina og hún er á leiðinni!
Svo er hann búinn að tala við félaga sinn sem veit allt um Lincolna og í sameiningu græja þeir trúlega restina!
Er þetta ekki dásamlegt :-) !!!!!!
Nú ek ég bara stolt um á mínum fína Lincoln og bíð róleg eftir fréttum frá Sæma!
Viljiði kannski koma á rúntinn?...
Meira seinna :-)
miðvikudagur, október 18, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
já, ég væri sko alveg til í að koma á rúntinn...
Samgleðst þér innilega yfir að heilsufar vélfáksins fari senn að lagast!
Ekki væri nú leiðinlegt að rúnta með þér á kagganum:) Sá hann fyrir utan hjá þér um daginn þegar ég þeyttist framhjá í einhverjum erindagjörðum - hann er BARA flottastur. Ebay er oft hjálplegur vefur :)
Heyrumst fljótlega ???
Skrifa ummæli