þriðjudagur, júní 12, 2007

Að gefnu tilefni !!!

Undanfarið, þegar ég hef verið að segja fólki frá fyrirætlan minni, þ.e. að fara í hjáveituaðgerð á maga, hafa allir óskað mér til hamingju með þessa ákvörðun.

Þó hefur borið á því að sumir virðast óttast að ég breytist eitthvað með minnkandi umfangi.

Ég vona að ég geti slegið á ótta ykkar hér og nú þegar ég segi að ég sé engar líkur á því.

Nú, þegar ég er loksins orðin nokkuð sátt við þessa persónu, Önnu Siggu, þá væri það tóm vitleysa að fara að breyta henni.

Nema náttúrulega til batnaðar, eins og ég hef alltaf verið að reyna.

Ergo!

Hafið engar áhyggjur!

Ég mun áfram vera eins óvægin við að faðma ykkur og kyssa við hvert tækifæri og ég mun halda áfram að reyna að vera fyndin (hmmm!) og að sjálfsögðu mun ég halda áfram að syngja eins lengi og ég get !!!!!

En núna, sól, sól, skín á mig !!!!!

Meira seinna :-)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe, það skulum við nú rétt vona! :D

(ástæðan til að ég gat ekki sungið í Dómkirkjunni í dag er hér)

Syngibjörg sagði...

Elsku Anna Sigga, verð bara að óska þér til hamingju með þetta nýja líf. Vona að allt gangi vel og þú eigir eftir að blómstra sem aldrei fyrr. Hlakka til að sjá þig:O)

Nafnlaus sagði...

Elsku Anna Sigga!

Gangi þér vel að jafna þig. Gott að vita að allt gengur vel. Þú er eins og vín - "bestnar" bara:o)
knús
Magga Blöndal

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta sæta, gott að lesa frá þér. Hafðu það ævinlega gott og njóttu lífsins!

Æ lov jú

Blinda sagði...

Elsku Anna Sigga mín. Ég VEIT að ekkert getur tekið Önnusigguna úr þér......þú hefur alltaf verið hin yndislega og fallega Anna Sigga.
Óska þér alls hins besta og vonast til að sjá þig og faðma í nýju lífi. Kannski þú komir og skoppir og syngir með mér :-) ?? Þú ert yndi og ást. Sakna þín.

Nafnlaus sagði...

Efast um að þú farir að breytast nokkuð fyrir utan að vera á fleygiferð hjólandi eða á línuskautunum gangandi eða hlaupandi. Bara æðislegt hvað þú ert jákvæð að ganga í gegnum þetta og ég efast ekki um að þú klárar þetta flott.Knuz, kossar og baráttukveðja frá Sonderborginni.

Nafnlaus sagði...

Elsku besta Anna Sigga - þú verður alltaf stór manneskja - kannski í mini líkama
En það verður enn gott að kyssa þig og knúsa. Sjáumst bráðum...ég og stelpurnar erum að fara til Spánar á morgun. Gulli verður heima því hann er ekki strandar maður.....Förum 10 saman því Hannes, Sigrún og fleiri úr þeirra fjölskyldu fara líka..gaman gaman
Kristín Björg

Gigglito sagði...

Mér leiðist!
Ætlarðu ekkert að blogga meira mín kæra?