Nú verður tekið upp nýtt tímatal!
"Gamla lífið" og "nýja lífið".
(Þ.e. fyrir aðgerð og eftir aðgerð.)
Nú er hafinn fimmti dagurinn í nýja lífinu.
Aðgerðin var gerð á miðvikudaginn var og gekk að óskum.
Ég fór heim tveimur dögum seinna.
Nú má ég bara drekka.
En það er ekki svo slæmt, ég má t.d. drekka hafraseyði, ávaxtasafa (án viðbætts sykurs), létt- alls konar, þ.e. jógúrt, skyr, mjólk, ab- alls konar og síaðar súpur.
Þetta verður uppistaðan í fæðu minni fyrstu þrjár vikurnar.
Þetta er allt saman alveg ljómandi matur.
En svo tekur "mauk" tíminn við, í ca. tvær vikur.
Eftir það má ég fara að borða venjulegan mat, en bara smátt og smátt.
Aðalmálið er að vera lengi að borða.
Nú þegar hef ég misst tvö kíló síðan á laugardaginn.
Þetta er allt doltið skrítið, það er eins og maður verði að læra að þekkja skilaboð frá maganum og því svæði alveg upp á nýtt.
Er ég svöng?
Eru þetta vindverkir?
Er þetta loftið sem var blásið inn í magann í aðgerðinni?
Er þetta ímyndun?
Er þetta kannski bara gömul minning?
Alla vega er þetta doltið skrítið.
En, allt gott!!!!
Ég á allt lífið framundan í ennþá hraustari líkama!!!
En nú ætla ég út í sólina, því sumarið er komið og er að kalla á mig :-)
Meira seinna :-)
mánudagur, júní 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
snilld, bara, til hamingju. Hlakka svo til að sjá nýju þig (og alltaf minna og minna af þér) :-D
Jibbi jibbi! Gledilegan sumar dag i nyju heilbrigud lifi!
Kv.Gisli Magna.
Sæl og blessuð og til hamingju með nýja lífið. Ég rakst á þessa síðu af tilviljun og langaði að kvitta fyrir mig. Ég fór sjálf í aðgerðina fyrir 2 árum og er MJÖG sátt, missti 81 kíló. Farðu vel með þig og farðu algerlega eftir læknunum, þá getur þetta ekki annað en gengið vel. Bestu kveðjur, Elísabet Markúsdóttir.
Skrifa ummæli