laugardagur, janúar 26, 2008

26.01.08

Nú sit ég fyrir framan tölvuna mína, alein heima, og bíð eftir að tíminn líði.
Er búin að fara í förðun og greiðslu (er með GULL í hárinu!).
Ívar kemur á hverri stundu með brúðarkjólinn.
Þórunn er á leiðinni til að hjálpa mér að klæða mig.
Svo kemur Jónsi bróðir að sækja okkur á hvíta Lincolninum, nýþvegnum.
Ef tími gefst, förum við í smá bíltúr á leiðinni í kirkjuna.
Og svo giftum við okkur bara!
Svo er það kaffi á Borginni og matur á Vox.

Meira seinna :-)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með daginn elsku Anna Sigga mín og megi hann vera ykkur dásamlegur með fullt af gæfu en lítið af kæfu (nema það sé fois gras ;))

risaknús til þín og svo ætla ég að biðja þig að skila einu stóru knúsi til Ívars! :)

Nafnlaus sagði...

Okkar allra bestu, frábærustu, æðislegustu, mögnuðustu og innilegustu hamingjuóskir og kveðjur á brúðkaupsdaginn :-)
Jóhanna og Bjartur

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með daginn. Knús og kossar til ykkar.
Elma og co.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta allt, þið best :D

Syngibjörg sagði...

Jeminn eini- konan búin að gifta sig og maður barasta veit ekkert af því nema nokkrum dögum síðar.
En mikið óskaplega er þetta nú gaman, sendi því bestu hamingju óskir til ykkar hjónanna og vona að lukkan hossi ykkur sem lengst.

p.s.
óskaplega væri gaman að fá þó ekki væri neima eina mynd af ykkur.

Gróa sagði...

Elsku besta kærasta vinkona mín !!!
Hvernig gastu gift þig án þess að ég bara vissi neitt ???
Nei - ég er ekkert sár :) :)
Það er svo gaman í sveitinni :)
Kyssi þig næst þegar ég kem í bæinn.

Hjartans hamingjuóskir til ykkar Ívars.

Nafnlaus sagði...

Elsku bestu hjón
Innilega til hamingju elskurnar mínar.

Ástarkveðjur

Jóhann Bjarni, Stella og Salka Þorgerður (sem þið eigið eftir að hitta)

p.s. bestu kveðjur frá pabba og mömmu