laugardagur, janúar 26, 2008

26.01.08

Nú sit ég fyrir framan tölvuna mína, alein heima, og bíð eftir að tíminn líði.
Er búin að fara í förðun og greiðslu (er með GULL í hárinu!).
Ívar kemur á hverri stundu með brúðarkjólinn.
Þórunn er á leiðinni til að hjálpa mér að klæða mig.
Svo kemur Jónsi bróðir að sækja okkur á hvíta Lincolninum, nýþvegnum.
Ef tími gefst, förum við í smá bíltúr á leiðinni í kirkjuna.
Og svo giftum við okkur bara!
Svo er það kaffi á Borginni og matur á Vox.

Meira seinna :-)

laugardagur, janúar 19, 2008

É er enn á töluverðum spretti.....

Það er að segja ég er alltaf að grennast, svona smátt og smátt.
Er komin í kjól nr: 44. Ha - ha !
Og er búin að máta brúðarkjól og kaupa brúðarskó og giftingahringa og allt!!!
Ég er nefnilega að fara að gifta mig þ. 26. jan. 2008 kl. 15.30 í Fríkirkjunni, auðvitað :-)
Fer í greiðslu og förðun á laugadaginn og allt.
Gaman - gaman.
Svo bjóðum við foreldrum okkar og systkinum og þeirra mökum í kaffi í silfurhergið á Hótel Sögu. Nú á ég bara eftir að finna blóm. En það er ábyggilega auðsótt mál.
Hlakka doltið mikið til !!!!

Meira seinna :-)