Ég er alveg að verða búin að læra það!
Þetta er svo einfalt, maður bara leggur áhyggjur sínar í hendur æðri máttar, og viti menn, vandamálin verða að engu!
Það er helst ef ég er í einhverjum peningavandræðum að mér hættir til að gleyma þessu.
Samt hef ég sannreynt þetta svo oft!
Ég verð nú bara að segja ykkur það samt að það er ekki langt síðan ég þorði að sleppa hendinni af heiminum og treysta því að allt færi ekki til fjandans ef ég hefði ekki dotlar áhyggjur af öllu!
En, sem sagt, ég er næstum því frelsuð!
Ég hef verið feimin við það alla ævi að spekúlera í því hvort ég væri trúuð.
Það hefur sem sagt tekið mig allt lífið að komast að því að skoðun mín á því hvernig maður á að koma fram við sjálfan sig og aðra eru trúarbrögð, mín trúarbrögð.
Og eftir því sem ég hef unnið lengur í kirkjunni, þó aðallega eftir að ég fór að vinna í Fríkirkjunni, hef ég áttað mig á því að mín trúarbrögð eru í flestum atriðum ansi lík kristnum trúarbrögðum.
Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að kynnast alveg ótrúlega góðu fólki, sem hefur kennt mér svo ótrúlega margt.
Til dæmis að guð er mjög líklega kona!
Ekki það að það skipti mig miklu máli, en það er frábær pæling!
Þegar ég fermdist, fékk ég að velja mér ritningartexta og ég velktist ekki í nokkrum vafa um hvaða texta ég vildi.
"Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera."
Þetta hefur verið mitt mottó í lífinu og hefur gert mér kleift að takast á við hvern nýjan dag.
Meira seinna :-)
þriðjudagur, maí 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sæl kæra vinkona. Ég hef verið í einhverjum tölvuvandræðum undanfarið, þannig að ég hef lítið kíkt á bloggið.
Já, þetta með trúarbrögðin. Ég verð nú bara að segja að ég hef aldrei efast um tilvist einhvers konar Guðs, fyrr en ég las DaVinci lykilinn og allar hinar bækurnar sem fylgdu í kjölfarið.
Er að hugsa um að draga upp Biblíuna aftur og athuga hvort mér verður ekki snúið á réttan kjöl aftur.
Og þetta með að Guð sé kona, það er alveg ábyggilegt. Manstu ekki hvað hann Bjarni Már sagði þegar hann var lítill: "Hún Guð er góð".
Og Bjarni hefur alltaf séð og vitað meira en við hin.
Voðalega er þetta orðið langt. Hætti núna.
Kv. Olla.
Anna Sigga spekingur:O)
Já Anna mín þarna er ég sko hjartanlega sammála þér, Hann sér alltaf fyrir okkur! og er það ekki góða tilfinning?
Ertu ekki hress? það er svo langt síðan þú hefur skrifað!
Kveðja,
Oddný
Ég verð að segja að ég er ekkert viss um að Guð sé kona. "Hann" er andi og það er hálf kjánalegt að segja anda vera eitthvað kyn. En hins vegar er alltaf talað um Guð föður í Biblíunni, það hlýtur að segja okkur eitthvað, kannski bara að hann hafi þennan sterka föðurlega kærleika, veit ekki.
Síðan má líka líta á þetta þannig að í Biblíunni stendur að maðurinn eigi að elska konuna eins og Kristur elskaði kirkjuna. Kristur þurfti að deyja fyrir kirkjuna og maðurinn þarf að bera ábyrgð á konu sinni og fjölskyldu. Á dómsdegi þarf maðurinn að svara fyrir fjölskyldu sína, ef allt hefur ekki verið með felldu, þá fær hann dóminn fyrir fjölskylduna. Þannig þarf hann að sína þennan föðurkærleika, aga og væntumþykju til þess að konan og börnin gangi réttan veg, veginn til Guðs og eini vegurinn sem leiðir til Guðs er í gegnum Jesú.
Guð blessi ykkur
Skrifa ummæli