föstudagur, maí 12, 2006

Próf

Ég fór í fyrsta kórstjórnarprófið mitt á ævinni á þriðjudagsmorguninn var.

Ég held það séu ca. 15 ár síðan ég fór í próf síðast.

Ég hef nú ekki tekið þetta nám mjög alvarlega, þ.e. ég hef ákaflega lítið æft mig heima.

Hins vegar hef ég lært heilan helling!

Ekki bara að baða út öngunum eftir kúnstarinnar reglum, heldur svo margt annað sem tengist því að vera kórstjóri.

Nema hvað, ég var bara doltið stressuð í prófinu!

Svitnaði og allt!

Og mundi varla nokkurn hlut, sem ég þykist þó vera búin að læra!

Gleymdi að anda með kórnum, sló taktinn óskírt, var með hendurnar allt of mikið uppi í lofti!

Man ekki fleira í bili.

En mér skilst að ég hafi samt náð!

Fæ vonandi staðfestingu á því á skólaslitunum.

Ætla sko örugglega aftur næsta vetur!!!

(Var ég nokkuð búin að nefna það að þetta er svooooo skemmtilegt!!!)

Meira seinna :-)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju duglega stelpa.
Já ég kannast við þetta prófstress svona á gamals aldri. Ég held að við gerum allt of miklar kröfur til okkar.
En þekkjandi þig þá hlýtur þú að hafa rúllað þessu upp.
Síjú. Olla

Anna Sigga sagði...

Þú ert góð, elsku Olla mín!

Syngibjörg sagði...

Mér fannst við öll ógjó dugleg.

Nafnlaus sagði...

Ég held við höfum öll verið mjögggggggggg stressssssssssuð!!!
Mér fannst samt allir standa sig með stakri prýði!
Er að fara að stjórna mínum síðustu tónleikum í bili á morgun,
líður svolítið undarlega en sný ekki aftur með það. Er að fara í laaaaaaaaaangt frí!!!

Oddbergur sagði...

Ég er viss um að háöldruð föðursystir mín hefur staðið sig eins og hetja.
Kv.
Litli frændi

Villi sagði...

Jæja, Anna Sigga, er ekki kominn tími á nýtt blogg??