þriðjudagur, september 19, 2006

Nú er ég aldeilis doltið mikið glöð...



...með að enn einn draumur minn er að rætast!

Hafið þið nokkurn tíma séð aðra eins DROSSÍU?!

Og það sem meira er... ég er um það bil að eignast hana!!!!!

Þetta er í raun ekki bíll... heldur töfrateppi.

Með skiptingu í stýrinu, rafmagni í öllu og CRUISE CONTROL!!!

Ég er svo glöð og hamingjusöm að ég er alltaf á rúntinum núna, má ekkert vera að því að mæta í vinnu eða annað slíkt.

Á ég kannski að skutlast eitthvað fyrir ykkur?

:-) :-) :-)

Meira seinna :-)







fimmtudagur, september 14, 2006

Mikið var gaman...

... í partýinu!

Mikið voruð þið sætar stelpur, allar!

Og voru drengirnir ekki guðdómlegir?!

Ég fæ enn gæsahúð þegar ég rifja það upp hvað þeir sungu fallega!!!

Sem sagt þá mættu um 20 - 30 stelpur í partýið og voru þær allar áberandi sætar og skemmtilegar.

En ég verð að segja að það er ekki á einn hallað þó öðrum sé hælt!

Uppúr kl hálf átta streymdu 9 meðlimir úr Voces Masculorum skyndilega upp tröppurnar og voru bara komnir inn í stofu og byrjaðir að syngja.

Þeir eru bara dásamlegir.

Mér varð á orði að ef við stelpurnar værum ekki örugglega skotnar í þeim öllum þá þegar, værum við sko örugglega orðnar bálskotnar í þeim öllum núna!!!

Þetta var yndisleg upplifun að vera með vinum sínum og þeir nennandi þetta að koma (sumir m.a.s. lasnir) til okkar til að syngja fyrir okkur!!!

Ég vona ég gleymi þessu aldrei!!!

Takk, elsku strákar!!!!!!!!!!!!

Og, stelpur, er ekki örugglega verið að plana næsta partý?!!!

Og, by the way, ég er enn að bíða eftir bílnum :-/

Meira seinna :-)

þriðjudagur, september 05, 2006

Áríðandi tilkynning !!!!

Til allra jarðarfarasöngkvenna !!!

Loksins, loksins, loksins!!!

Partý heima hjá mér, að Mýrargötu 16, 3.hæð, á laugardaginn kemur, þ. 09.09.06 kl. 18.00!

Allar velkomnar!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Takið með ykkur drykkjarföng og kannski eitthvað að bíta í, ef ykkur langar og þið nennið.

Það verður BAAAAAARA GAMAN!

Hlakka til að sjá ykkur sem flestar!!!

Hí, hí.....

Meira seinna :-)

mánudagur, september 04, 2006

Sumarfríið er búið...

og það er gaman að byrja aftur á vetrarstörfunum.
Það tekur smá tíma að komast í gírinn, en þetta er eins og með það að hjóla...

Ég er að öllum líkindum að fara að skipta um bíl.

Það er enginn venjulegur bíll sem ég er að sverma fyrir, oooo nei!!!

Lincoln Continental

Hann er hvítur, langur, næstum því með bekk að framan, með cruse control, rafmagni í rúðum, sætum, speglum, loftkælingu, skiptingu í stýrinu, skotti sem er eins og lítil íbúð, skyggðar afturrúður og drekkur bensín eins og þyrstur maður vatn.

Og svo svífur hann eins og töfrateppi!

Þetta er því sem næst ákveðið en kemur þó allt í ljós trúlega í þessari viku.

Ég er doltið spennt!

Eiginlega eins og þegar ég var 13 ára og átti að fá eitthvað sem ég hafði hlakkað lengi til að eignast.

Vei, vei, vei!!!

Meira seinna :-)