þriðjudagur, september 19, 2006

Nú er ég aldeilis doltið mikið glöð......með að enn einn draumur minn er að rætast!

Hafið þið nokkurn tíma séð aðra eins DROSSÍU?!

Og það sem meira er... ég er um það bil að eignast hana!!!!!

Þetta er í raun ekki bíll... heldur töfrateppi.

Með skiptingu í stýrinu, rafmagni í öllu og CRUISE CONTROL!!!

Ég er svo glöð og hamingjusöm að ég er alltaf á rúntinum núna, má ekkert vera að því að mæta í vinnu eða annað slíkt.

Á ég kannski að skutlast eitthvað fyrir ykkur?

:-) :-) :-)

Meira seinna :-)9 ummæli:

Hildigunnur sagði...

vaaaaá, til hamingju :-D

Anna Sigga sagði...

Takk :-)

Syngibjörg sagði...

Vúúú, þetta er sko ekta söngkonudrossía, verð nú að fá smá rúnt í honum einn daginn. Ekki spurning.
Til hamingju.

Gwelda sagði...

Ég held þú ættir að geta krúsað alla leið upp á Leifsgötu á honum þessum...
Til hamingju með hann! Ertu búin að skíra?

kerling í koti sagði...

Þvílík glæsikerra og auðvitað átt þú alls ekki að vera á öðruvísi bíl. Hjartanlega til hamingju!

Kristin Bjorg sagði...

Þetta er hrikalega flott hjá þér og klæðir þig afskaplega vel. Til hamingju!

Nafnlaus sagði...

úúú ég sé þennan bíl verða jafn mikilvægt assessorí fyrir þig og rauða varalitinn ;)

aaaaalgjör pæjubíll!! æði!!

Nafnlaus sagði...

Jahá! Hann er nú doltið Önnu Siggu-legur þessi. Ég get nú samt alveg ímyndað mér hvað ákveðinn útfararstjóri kemur til með að segja við þessu. Síðast var það trappa sem þú fékkst frá honum, ætli það verði ekki sessa eða eitthvað slíkt sem þú færð frá honum næst.

En ertu annars búin að sjá hvað við erum sætar í Séð og Heyrt?

Sjáumst, Olla.

Oddbergur sagði...

Hann er jafnvel enn flottari í eigin "persónu". Til hamingju.