sunnudagur, október 01, 2006

Núna þessa dagana er ég pínulítið minna glöð en um daginn...

... af því að nýji bíllinn minn er doltið lasinn.

Hann er sko ekki alveg nýr, hann er orðinn 15 ára.

En ég fer með hann á verkstæði á þriðjudagsmorguninn og þá kemur trúlega í ljós hvað er að og hversu mikið það muni kosta að gera við það.

Svo er að taka ákvörðun um hvort það borgar sig!!!

Það er held ég erfiðast.

En, maður er ungur og sér til, eins og mamma sagði alltaf!

Den tid, den sorg, sagði hún líka!

Meira seinna :-)

4 ummæli:

kerling í koti sagði...

Æ, æ, við skulum vona að þetta sé ekkert alvarlegt og sjúklingurinn fái skjótan og góðan bata!

Nafnlaus sagði...

Eymingja greyið. Vona bara að þú tapir ekki miklu á þessu kæra vinkona.
Ég þoli ekki bilaða bíla, því þá fæ ég alltaf illt í peningabudduna.
Vona að þetta verði bara minniháttar spítalavist fyrir öldunginn.
Kv. Olla.

Gróa sagði...

Jiiiii - dúllan!!! Ekkert smá flottur kaggi - og hann er stór og sterkur og nær sér fljótt. Kannski ekki fjárhagurinn.........en so what!!!! Það reddast !!!!
Að öllu gríni slepptu: til hamingju með hann :)

Gigglito sagði...

Hver var svo niðurstaðan? Er bílinn á lífi?