föstudagur, janúar 19, 2007

Og dregur nú til tíðinda...

Nú stend ég í stórræðum!

Þannig er mál með vexti að ég hef ákveðið að þiggja boð um möguleika á áframhaldandi góðri heilsu.

Það er fólgið í því að sækja dagdeild á Reykjalundi, þar sem færustu sérfræðingar á sínu sviði leiðbeina manni um mataræði, hreifingu og heilbrigt líf.

Þetta prógram stendur yfir í 5 vikur og eftir það stendur manni til boða að fara í svokallaða "hjáveituaðgerð á maga".

"Hjáveituaðgerð á maga" er í stuttu máli þannig að það er tengt framhjá meiri hluta magans.

Það eru alls ekki allir sem velja þann kostinn, en það er ég hins vegar að hugsa um að gera.

Ég get því gert mér vonir um , ef allt fer að óskum, að fara í aðgerð í enda febrúar eða byrjun mars.

Ég verð frá vinnu í ca. 2 mánuði, en get samt örugglega talað í síma og jafnvel farið út úr húsi!

Ég hlakka til !!!

Ég lít svo á að með þessu sé mér gefið annað tækifæri!

Svo er bara að fylgjast með hvernig ég rýrna og rýrna!

Sum þeirra sem hafa farið í þessa aðgerð eru víst óþekkjanleg eftir eitt ár!

Spennandi, ekki satt!!!!

Meira seinna :-)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yndið mitt fríða.
Mikið sem ég ætla að fylgjast með og senda þér strauma næstu vikurnar sérlega!
Hugsa alltaf til þín.
Frétti í dag að það væri búið að ráða nýjan mann í Bjargræðiskvartettinn. Fylltist öfund og afbrýði í nokkrar sekúndur, en þegar ég heyrði um hvern ræddi fylltist ég vellíðan og þakklæti, sem er eiginlega miklu skemmtilegri tilfinning, híhíhí.
Fullt af ást mín kæra.
Yours,Gísli.

kerling í koti sagði...

Þrjár góðar konur sem ég þekki hafa farið í svona aðgerð og það má segja að þær hafi öðlast nýtt líf fyrir vikið. Ég styð þig heilshugar, elsku Anna Sigga.
P.S. Og gleðilegt ár með þakklæti fyrir þau gömlu!

Gróa sagði...

Elsku stelpan mín. Mér þykir þú vera dugleg að ætla að takast á við þetta og hvort ég styð þig !!!!
Gangi þér allt sem allra best :)

Nýja árið ber fullt af hamingju og gleði í skauti sér.

Heyrumst bráðum.

Syngibjörg sagði...

OG héðan færðu strauma úr faðmi fjalla blárra. Vann með konu sem fór í svona og hún fékk nýtt líf. Það er nú bara þannig.Svo allar mínar bestu kveðjur til þín og þinna með von um að allt gangi þetta sem best.

Hildigunnur sagði...

Þetta verður gífurlega spennandi :-) Gangi vel...

Kristin Bjorg sagði...

Mér lýst vel á þetta vinkona mín. Ég veit líka að þú verður alltaf "stór og mikil manneskja" þó svo að skelin verði minni....