sunnudagur, apríl 22, 2007

Plan B

Í þeirri von að einhverja hafi verið farið að lengja eftir nýju bloggi frá mér þá get ég eingöngu útskýrt þessa löngu þögn með því að ég var að bíða eftir einhverjum bitastæðum fréttum.

En nú er mér ekki stætt á því að þegja lengur!

Ég hef fréttir að færa!

Nú er það staðfest að ég fer í aðgerð mánudaginn 4. júní, 2007.

Ég verð að viðurkenna að ég var doltið spæld þegar ég fékk þær fréttir að ég kæmist ekki að með hópnum sem verður skorinn vikuna 14. til 18. maí, ég var einhvernig búin að stilla mig inn á það.

En það er nú bara svona og maður á að vera þakklátur fyrir að fá annað eins tækifæri, þegar öllu er á botninn hvolft!

Ég kann líka nokkur ráð til að jafna sig á svona áföllum, eitt er t.d. að fara og kaupa sér föt!

Ég fór s.s. og keypti mér nýjar vinnubuxur (þ.e. svartar) og vinnusk0kk (líka svartan).

Það var smá plástur.

En ég get líka s.s. vel við unað, ég er nefnilega að fara til New York að heimsækja hana Jóhönnu Kristínu, frænku mína, frá 9. til 14. maí, og þannig gefst mér betri tími til að jafna mig á ólifnaðinum sem ég verð örugglega látin lifa þarna úti í hinni sindsamlega Ameríku.

Nei, annars, ég hef sagt skilið við allt slíkt!

Héðan í frá ætla ég að vanda sérlega valið á því sem fer ofan í minn dýrmæta og dásamlega maga!

Hann þarf nefnilega að endast mér það sem eftir er ævinnar!

Meira seinna :-)

4 ummæli:

Syngibjörg sagði...

Ég hugsaði alltaf þegar ég rak hér inn nefið og sama færslan birtist; engar fréttir-góðar fréttir.
Til hamingju með þetta Anna Sigga mín og gangi þér allt í haginn með þetta stóra verkefni.

Gróa sagði...

Haltu áfram að vera jákvæð - það fer þér svooooo vel :)
Bestu kveðjur um gott gengi - og góða skemmtun í USA.
Eigum við ekki að fara að hittast bráðum ????

Anna Sigga sagði...

Elsku Gróa mín!
Það er ekki eftir neinu að bíða!

Gigglito sagði...

Veistu hvað mér þykir vænt um þig?