Jæja.
Nú er ég komin heim frá Ameríku með sólbrunnar axlir.
Þetta var yndisleg dvöl, Jóhanna Kristín frænka mín orðin "Doctor of Farmacy"!
En mikið var dásamlegt að koma heim!!!!!
Enn eina ferðina varð ég að kaupa nýja ferðatösku!
(Sú gamla sprakk!)
En það er skiljanlegt þegar haft er í huga allt það dót sem kom upp úr töskunni þegar heim kom!
Fjögur pör af skóm, þrenn náttföt, selskapsveski, venjulegt stórt veski, seðlaveski, Intuition-dömu-rakvélar, sex stykki, takk fyrir, ferðasnyrtiveski, snúningsdiskar tveir, klósettbursti, vítamín, tölvutaska handa Siggu Daða, gleraugu handa Marteini.........
Ég man ekki meir.
En nú er brostið á með biðtíma!
Bið eftir aðgerðinni.
Í dag eru tæpar tvær vikur þangað til.
Eftir tvær vikur verð ég búin í aðgerðinni, ef allt gengur að óskum!
En á meðan ég bíð þá dunda ég mér við að taka annars árs kórstjórnarpróf.
Tók fyrri hlutann í morgun og svo þann seinni í fyrramálið.
Gaman, gaman!!!
En það er erfitt að bíða.
Meira seinna :-)
miðvikudagur, maí 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Gangi þér vel að bíða:O) og velkomin heim.
Toj toj í kórstjórnarprófinu -það er nú doltið gaman há Tuma....
Tek undir með Syngibjörgu - gangi þér vel elsku Anna Sigga mín.
Og gaman að þú skildir skemmta þér í USA.
Tölum saman bráðum :) :)
Ástarkveðja,
Gróa
Hæ hæ. Það var gott að heyra að aðgerðin hefði gengið vel og vonandi verður eins með framhaldið.
Knus Þurý og co.
Skrifa ummæli