Ég er að fara í upptöku í fyrramálið á þættinum "Orð skulu standa" og hlakka ógeðslega mikið til, na-na-na-na-na-na!!!
Þannig vildi til að um daginn fórum við Ívar út að borða með Ollu og Didda á Rauða húsið á Eyrarbakka (Rauða húsið er ekkert rautt, bara hvítt).
Þar hittum við Hlín nokkra Agnarsdóttur og sem við spjölluðum aðeins saman og ég þakkaði henni fyrir þáttinn (Orð skulu standa), sem ég missi helst ekki af, þá spurði hún mig hvort ég hefði kannski áhuga á að koma í þáttinn.
Ég sagði náttúrulega; Já takk!
Ég er svo einföld að ég fatta ekki að vera feimin eða hrædd við að prófa hluti sem ég hef aldrei gert áður.
Þau eru orðin ófá skiptin sem ég hef bara stungið mér blindandi út í djúpu laugina.
Án þess að vera með kút eða kork!!!
En jafn oft, og reyndar miklu oftar, hef ég fundið að ég er ekki ein á ferð!
Það er alltaf passað uppá mig.
Þegar ég loksins þorði að sleppa taumunum og leggja allt í hendur æðri máttar, tók líf mitt beina stefnu upp á við!
Og að þora að segja það án þess að hafa áhyggjur af því að fólk héldi að nú væri ég frelsuð og búin að missa húmorinn.
Reyndar er ótrúlegt frelsi í því fólgið að sleppa tökunum.
Prófiði bara!!!
En svo verðið þið að hlusta á þáttinn, verst ég veit ekki enn hvenær hann verður sendur út, læt ykkur vita um leið og ég kemst að því!
Meira seinna :-)
miðvikudagur, mars 29, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
frábært! þetta er uppáhaldsþátturinn minn í öllum heiminum og þú ert uppáhaldsaltinn minn í öllum heiminum þannig að það passar fínt saman :D
ætla að henda link á þig á bloggið mitt sem snöggvast mín kæra. Velkomin í bloggheima.
Já, það er fyndið hvað fólk verður hissa og hneykslað við ;
að slemma taumunum og leggja allt í hendur á æðri máttum.
Mér hefur reyndar ekki tekist það, en vonandi..
Og þetta hefur ekkert með það að gera að "frelsast"
ekki í þeim skilningi eins og fólk tekur því :-)
Þetta verður örugglega frábær þáttur, og takk fyrir að vera þú
kúl, kúl, KÚÚÚL! Get ekki beðið...
færð líka link, prontó.
Darling, hvað er gaman að hitta þig hér. Set þig í linkasafnið mitt. Skemmtileg pæling og svo í anda þess sem við höfum verið að glíma við í skólanum "kúpla" eins og G.Óli notaði.
Datt óvart inn á bloggið þitt og var ekki lengi að setja á þig link. Velkomin í hóp bloggara. Auðvitað hlusta ég alltaf á Orð skulu standa og hlakka til að heyra í þér!
Ástarkveðja, Sigríður Sálmaskáld
Þetta verður gargandi snilld. ég hef prófað að fara í þáttinn og það var ógisslega gaman. ætla að hlusta.. ble ble.
Ég verð að hlusta á þetta á netinu fyrst að þú varst með. Ég reyni að missa aldrei af þessu.
Vá, hvað ég öfunda þig. Þetta er náttúrulega bara snilldarþáttur.
Hæ vinkona! Mér skilst að þetta hafi verið flutt í dag, laugardag. Ég hlustaði ekki, er búin að vera að jafna mig eftir skelfilega lífsreynslu sem ég varð fyrir í gær. Verð eflaust að jafna mig næstu daga eða vikur. Hins vegar komst ég að því að hann þarna uppi vakir enn yfir mér og mínum og er ég honum eilíflaga þakklát. Er enn að þurrka tárin og sárin. Þú mátt gjarnan hringja í mig þegar þú hefur tíma. Ég bara verð að stofna svona bloggsíðu. En ég er nánast alger grautarheili þegar kemur að svona tölvumálum.
Heyrumst fljótlega. Olla.
Skrifa ummæli