miðvikudagur, maí 10, 2006

Ég er komin heim...

í heiðardalinn!

Mikið var þetta yndisleg ferð, eins og alltaf þegar ég er með Íbba!

Við flugum til London og skoðuðum okkur aðeins um áður en við fórum til Njarðar frænda og Völu.
Þau tóku okkur 0pnum örmum, eins og þeirra er von og vísa, yndislegt fólk!

Hún Vala er svo sæt og góð!

Og ég verð bara að segja það að mikið er ég upp með mér að vera skyld honum Nirði!

Svo leið tíminn við át og drykkju og spilerí.

Þau fóru með okkur á hverfispöbbinn sinn, O'Connors, og þar spiluðum við Pool.

Ég hitti oft í kúluna!!!

Svo skoðuðum við okkur doltið um í London og svo fórum við til Cambridge!

Það var gaman!

Þar sigldum við á bát eftir ánni Cam í sól og blíðu.

(Höfðum þá þegar siglt eftir ánni Thames, það var líka gaman!)

Í London fórum við í "London Eye" sem er stórt hjól, svona eins og er í hamstrabúrum nema með áföstum glerkúlum sem fólk fór inní og þannig gat maður séð eins langt og augað eygði, þegar hjólið fór af stað.

Svo fórum við í Harrod's.
Mér fannst það ekkert sérstakt.
Fullt af fólki og ég sá varla upp úr mannþrönginni (eins og vanalega!)

Svo fórum við heim!

Mikið er alltaf gott að koma heim!!!

Meira seinna :-)

5 ummæli:

Hildigunnur sagði...

velkomin heim :-)

hundrað hestar gætu ekki dregið mig í London Eye. Allt of lofthrædd...

Gwelda sagði...

Tek undir með síðasta ræðumanni. Mér verður flökurt í Perlunni, þ.a.l. yfirmáta stolt af þér að skella þér inn í þetta búr.

Velkomin heim!

Nafnlaus sagði...

Hvað, keyptirðu ekkert í Harrods?
Það væri nú frekar ólíkt þér.
Segja frá, segja frá.

Annars, velkomin heim. Hlakka til að sjá þig.
Kv. Olla.

Syngibjörg sagði...

Það eru bara hetjur sem fara í einhver tæki sem dingla og hreyfast fyrir ofan 1 meter.
Dáist að þér.

Nafnlaus sagði...

Very cool design! Useful information. Go on! » » »