og það er gaman að byrja aftur á vetrarstörfunum.
Það tekur smá tíma að komast í gírinn, en þetta er eins og með það að hjóla...
Ég er að öllum líkindum að fara að skipta um bíl.
Það er enginn venjulegur bíll sem ég er að sverma fyrir, oooo nei!!!
Lincoln Continental
Hann er hvítur, langur, næstum því með bekk að framan, með cruse control, rafmagni í rúðum, sætum, speglum, loftkælingu, skiptingu í stýrinu, skotti sem er eins og lítil íbúð, skyggðar afturrúður og drekkur bensín eins og þyrstur maður vatn.
Og svo svífur hann eins og töfrateppi!
Þetta er því sem næst ákveðið en kemur þó allt í ljós trúlega í þessari viku.
Ég er doltið spennt!
Eiginlega eins og þegar ég var 13 ára og átti að fá eitthvað sem ég hafði hlakkað lengi til að eignast.
Vei, vei, vei!!!
Meira seinna :-)
mánudagur, september 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Það var mikið kæra vinkona. Var alveg að verða úrkula vonar.
En hey, ætlaðir þú ekki að vera með smá tilkynningu hérna? Manstu um næsta laugardag. Djísus, ég hlakka svo til.
ætla ekki að segja meira, vil ekki skemma spennuna fyrir hinum.
Heyrumst, Olla
Ohhh - ég sé þig alveg í anda á svona bíl Anna Sigga - kíld´áða!
Auðvitað á svona díva eins og þú aðeins að eiga svona glæsivagn.
Annað hvort væri nú. Sigga Magg
Jibbííí!!! Þú verður að senda mynd þegar þú færð hann!
Gaman að þú ert komin aftur.
Hlakka til að sjá nýja bílinn :)
Skrifa ummæli