föstudagur, apríl 21, 2006

Ég er löt...

Nú er liðin meira en vika síðan ég fór síðast í leikfimi.
Reyndar var lokað um páskana en ég hefði getað farið á miðvikudaginn var og líka í dag.
Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi var ég búin að ákveða að ég skildi sko svoleiðis fara í dag!
En svo vaknaði ég í morgun og var svo sibbin! (Ég hefði sko þurft að fara í tíma kl. 8.20!!!)
Mér fannst alveg nóg að þurfa vakna í tæka tíð til að mæta í jarðarför í Fossv. kl. 11.00!

Ég hef, í alvöru, stundum mætt í tíma kl. 8.20, en hef þó aldrei verið vöknuð fyrr en löngu seinna.

Þegar ég var búin í förinni rétt fyrir kl. 12.00, fórum við Ingó bróðir til hans Ingvars á Salatbarnum og átum á okkur gat, eða þannig.

Svo fórum við í för í Áskirkju.
Það var ansi gaman, allir í púkaskapi og Jónsi bróðir alveg extra!

Mér finnst bræður mínir mjög skemmtilegir og svo syngja þeir svo vel!

Svo þegar ég var búin í Ás, brunaði ég í Fossv. aftur og söng við eina kistulagningu kl. 14.30 með Kára.

Þá fór ég og sótti pabba og við fórum að heimsækja Begga, bróður hans, á spítalann.
Hann var að fá nýja mjöðm!

Svo fórum við pabbi í apótek og Nóatún og svo keyrði ég pabba heim.

Þá var öllum skildustörfum lokið og ég fór heim.
Ætlaði að drífa mig að skipta um föt og spæna í leikfimina sem átti að byrja kl. 19.20 en gat það ekki!

Ég var svo löt!

Það er nú doltið gott að vera soldið latur stundum!

Meira seinna :-)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ Anna Sigga mín.
Það er hreint mannbætandi að lesa bloggið þitt. Er reyndar ekki komin í þessa menningu sjálf en mér finnst mjög gaman að fylgjast með ykkur. Er búin að liggja í rúminu síðan á þriðjudag og það á sjálfan afmælisdaginn sem var í gær og ligg enn alveg að drepast ennnnnnnnnnn þá fer maður bara og nær sér í smá jákvæðni frá þér. Haltu þessu áfram þú ert æððððððððððði!!!
Kv.Oddný

Anna Sigga sagði...

Elsku Oddný!
Ég þakka hlý orð í minn garð!
Láttu þér batna sem fyrst.
Sendi eitt batni-hugs til þín :-)

Hildigunnur sagði...

leikfimi er nottla svo hrikalega BORING ég skil þig svooo vel...

Nafnlaus sagði...

best regards, nice info Withdrawals from going off lexapro Coffee maker rating