miðvikudagur, apríl 05, 2006

Gott ráð til að láta sér ekki leiðast...

Ef manni er um það bil að fara að leiðast, þá kann ég eitt gott ráð til að sjá við því!

Halda matarboð!!!

Það gerði ég í kvöld :-)

Mér finnst svo gaman að halda matarboð!
Hvað er skemmtilegra en að borða góðan mat í góðra vina hópi?
Og drekka gott vín með.?
Og bulla og bulla og bulla?!!!

Ég er ekkert alltaf með einhvern veislumat á boðstólum, stundum bara pasta, stundum sítrónukjúlla (uppskrift frá Giovönnu), stundum, hrygg og gæruskinn, ...

En í kvöld bauð ég upp á steiktan þorsk. Ég hélt ég væri ekkert klár í að steikja fisk en í kvöld tókst það bara ágætlega.
Alla vega sögðu gestirnir að þetta væri svakalega gott.
Það er nú kannski ekki alltaf óhætt að treysta gestum fullkomlega, sérstaklega ef það eru vinir manns, eða hvað?

Einu sinni héldum við Íbbi matarboð og Íbbi eldaði lambakjöt, sem tókst svo vel að það byrtist sem fyrirsögn í dagblöðunum að; "gestirnir grétu af gleði".
En það var Íbbi, hann er svo flinkur í eldhúsinu.

Þegar hann loksins biður mig að giftast sér, get ég sagt að ég sé vel gift!!!

Meira