Í Spámanninum e. Kahlil Gibran segir:
"Vinur þinn er þér allt...
...Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú honum óttalaust eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því að í þögulli vináttu ykkar verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjallið best af sléttunni.
Og láttu vináttuna ekki eiga sér neinn tilgang annan en að auðga anda þinn, því að sú vinátta, sem leitar einhvers annars en síns eigin leyndardóms, er ekki vinátta, heldur net, sem kastað er í vatn og veiddir í tómir undirmálsfiskar.
Og gefðu vini þínum það, sem þú átt best.
Ef hann verður að þekkja fátækt þína, lát hann þá einnig kynnst auðlegð þinni.
Því skyldir þú leita vinar þíns aðeins til að drepa tímann?
Leitaðu hans með áhugamál þín.
Því að það er hans að uppfylla þörf þína, en ekki tómleika þinn.
Og vertu glaður með vini þínum og njóttu með honum lífsins.
Því að í dögg lítilla hluta finnur sálin morgun sinn og endurnærist."
Skildi maður nokkurn tíma ná þessum þroska?
Meira seinna :-)
sunnudagur, apríl 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Æji elsku vinkona. Þetta gat bara komið frá þér.
Ef einhver getur nálgast fullkomleikann, þá ert það þú. Ég er svoooooo stolt af því að vera vinkona þín.
Kveðja, Olla.
Ps. Ég rékk 8.4 á þessu prófi hér fyrir neðan.
Olla
Skrifa ummæli