sunnudagur, apríl 16, 2006

Hann upp er risinn...

hljómar gegnum heiminn.....

Þannig hefst kórkaflinn í verkinu "Páskadagsmorgunn" e. Svbj. Sveinbjörnsson, sem er alltaf sunginn á páskadagsmorgun í Dómkirkjunni.
Bæði kl. 8.00 og 11.00!

Ég sakna þess nú alltaf doltið að vera ekki með, ég ólst nú upp við þetta.

En, maður getur nú ekki fengið allt!
Ég fæ að sofa klukkutíma lengur, því messan í Frík byrjar ekki fyrr en kl. 9.00 :-) Ekki þar fyrir að ég er ekkert frekar vöknuð kl. 9 en 8.

En ég finn það á mér að vorið er í nánd og þá er ég bara glöð!

Ég finn það líka á mér að sumarið verður frábært og dásamlegt!

(Það er naumast ég er farin að finna á mér! Held ég verði að leggja mig.)

Meira seinna :-)

ZZZZZ

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar elsku Anna Sigga mín.

Nafnlaus sagði...

Hæ - ég aftur.
Hermi eftir öllum og var að opna bloggsíðu.Og AUÐVITAÐ ert þú sú fyrsta sem fær að vita :)