sunnudagur, apríl 09, 2006

Ég á hjól...

Ég var svo heppin að eignast hjól um daginn.

Rautt konuhjól, með breiðum dekkjum, breiðum og mjúkum hnakki, og stýri sem gerir manni kleift að horfa á heiminn um leið og maður hjólar!

Ég þurfti að bíða í tvo - þrjá daga áður en ég fékk hjólið í hendurnar og það var erfitt.

Ég var svo spennt að ég var löngu búin að kaupa lás á það!

Svo, þegar loksins lægði vind hér í vesturbænum (í gær, altso), fór ég í hjólreiðatúr.

Fyrst hjólaði ég niður á bensínstöð og pumpaði í dekkin, svo í bæinn, og endaði í safnaðarheimili Fríkirkjunnar, til að ljósrita messuskrárnar fyrir fermingarmessuna sem var í dag. Og svo hjólaði ég heim.

Í dag er ég með harðsperrur!

Ég er að hugsa um að fara í annan hjólatúr í dag, þó það sé rigning.

Það er gaman að geta farið út að hjóla á hjólinu sínu!

Ég skal hins vegar lofa ykkur því að ég mun aldrei fara hjólandi hringinn í kringum landið!

Ef þið eigið hjól og langar að fara í hjólatúr með mér, hafið þá endilega samband.


Meira seinna :-)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á ekki hjól, en mér finnst gaman að hjóla.
Það væri nú svolítið flott ef ég fengi nú bara að sitja aftan á bögglaberanum hjá þér og þú myndir reiða mig.
Ég get lofað þér því að eftir okkur yrði tekið og ábyggilega myndum við skilja eftir okkur brosandi bæ.
Annars er þetta ljómandi hugmynd, þ.e. að fara að hjóla. Hmm, þarf að ræða þetta við hann Didda minn.
Kv. Olla.

Gróa sagði...

Til hamingju með hjólið Anna mín. Ég horfði lengi á hjól í búð um daginn, þar sem ég á gjafabréf síðan í skemmtilegasta afmæli ever - mannstu? En svo hugsaði ég að sennilega myndi ég ekki vera svo nennin að hjóla mikið svo það væri óðs manns æði að kaupa það. En samt er ég ekki búin að ákveða í hvað gjafabréfin fara í þessari búð. Kveðja af Flókatúni.

Hildigunnur sagði...

mig langar þvílíkt í hjól. Við kaupum okkur kannski (eitt) hjól núna í vor, aldrei að vita nema ég kalli á þig í hjólatúr...

ps. ertu búin að skrá þig á MikkaVef?

Anna Sigga sagði...

Hvað er Mikkavefur?

Hildigunnur sagði...

Mikki er sona síða þar sem maður getur séð hverjir eru búnir að skrifa nýjar færslur án þess að þurfa að skoða tenglasafnið sitt á hverjum degi.

Ég get skráð þig inn, ef þú vilt...